Þýðing af táknunum sem eru neðst á blaðsíðunum í bókinni.

Í bókrollum Demóna segir frá seiðkarli sem muni koma og bjarga ættkvísl okkar en ég tel ekki ráðlegt að treysta rollunum um of. Þar segir líka að kanínur séu æðstar allra lífvera og besta læknisráð við hálsbólgu sé bakstur gerður af mykju og gömlum sokkum.
Það getur því reynst háskalegt að treysta bókrollunum. Þar eru eigi að síður nokkur góð ráð sem gætu reynst þér, lesandi góður, gagnleg ef þú værir mennskur og hefðir aldrei hitt Demón áður. Slíkt er þó mjög ósennilegt að ekki sé meira sagt.
Ef þú værir mennskur gætirðu alls ekki lesið þetta. Jæja, nokkur hollráð. Í fyrsta lagi skaltu aldrei leggja til Demóns með hans eigin sverði. Slíkt er versta móðgun sem hugsast getur og afleiðingarnar geta orðið blóðhefndir sem ekki linnir öldum saman. Hins vegar máttu vel stinga Demón með þínu eigin sverði: hann óskar þér til hamingju með að þér skyldi takast það, einungis slíkir stríðsgarpar tapa vopnum sínum og hljóta sár af þeim. Ef þér gefst færi á að særa Demón með hans eigin vopni skaltu sleppa því.
Í öðru lagi nota Demónar býsna auðskilið táknmál þar sem rasskinnaskellir gegna veigamiklu hlutverki. Það er mjög mikilvægt að slá ekki á ranga rasskinn. Þú mátt aldrei slá að rasskinn annars nema hann hafi sært þig með þínu eigin sverði sem er talin mikil ókurteisi. Og þú verður að læra muninn á skelli á vinstri rasskinn og þá hægri.
Ef Demón sem gengur hjá beinir rasskinnum sínum að þér og skellir á þá vinstri merkir það að nú sé fullt tungl í kvöld og hann voni að þú komir með honum á hefðbundnar veiðar. Ef hann skellir á hægri rasskinn merkir það einfaldlega að þú minnir hann á hægri rasskinn sína. Augljóst er að þú gætir lent í ýmiss konar vandræðum ef þú þekkir ekki þennan mun. Loks skaltu aldrei hnerra í lófa þinn. Leyfðu hnerranum að svífa frjálsum út í loftið. Læknar Demóna fullyrða að í hnerranum séu milljónir af örsmáum Demónum sem svífi um jörðina þar til þeir finna mennskan mann til að lenda á. Þegar þeir hafa komið sér fyrir á honum höggva þeir í höfuðleður hans með örlitlum öxum og valda hræðilegum höfuðkvölum svo að auðvelt verður að sigrast á þeim manni í bardaga.
Þegar Demón hnerrar skaltu því óðara skella á hægri rasskinn þína í átt að hnerranum svo að Demónarnir litlu komi þeim boðum til mannsins sem þeir lenda á.

Svo endurtekur þetta sig aftur og aftur, held ég