Örlög - Dolores Claiborne Núna eru jólin að fara að koma og þegar ég fer í jólaskap fer ég að lesa. Ég skrapp á bókasafnið á föstudaginn tók nokkrar Stephen King bækur. Sú fyrsta sem ég las, hafði reyndar lesið hana á ensku, heitir Örlög eða Dolores Claiborne á ensku, ekki veit ég hvernig þeir þýddu þetta svona.

Hún fjallar um konuna Dolores Claiborne, hún hefur lifað erfiða ævi og er að segja fréttamanni ævisöguna. Hún giftist ung manni sem var alkóholisti og barði hana reglulega. Hún eignaðist 3 börn, 2 stráka og stelpu. Hún hefur lengi unnið hjá Veru Donovan sem með leiðinlegri konum. Hún drap manninn sinn fyrir nokkrum árum og er sökuð fyrir að hafa drepið hana Veru.

Það má eiginlega ekki segja meira en þetta um söguþráðinn, þetta kemur allt fram í fyrstu blaðsíðunum svo ég var ekki að skemma bókina fyrir ykkur sem hafa ekki lesið hana.

Bókin er frábær, þegar maður byrjar að lesa hana getur maður ekki hætt. Hún er ekki þessi týpíska Stephen King bók, þá meina ég það er engir draugar eða neitt yfirnátturulegt. Bara manneskjur og þrautir þeirra. Bókin er skrifuð einsog langt viðtal, við fáum aldrey spurningarnar samt, bara svörin og það er bara einn stór kafli.

Allavegana allir sem hafa gaman að lesa ættu að hafa gaman af þessari.

****/****