Juan Ramon Jiménez, fékk Nóbelsverðlaunin fyrir hans framlag til bókmennta 1956, árið eftir að Halldór Laxness fékk þau. Hann fæddist í Moguer, sem er einmitt sögusvið bókarinnar sem ég ætla að fjalla um. Sagan heitir Platero y yo eða Platero og ég. Sagan fjallar um ungt skáld og ansa hans, sem heitir Platero. Bókin er í ljóðrænu formi, og er ekki hefðbundin skáldsaga, hins vegar eru magnaðar lýsingar sem veita manni innsýn inn í hugarheimi þorpsbúa á þeim tíma. Skáldið lýsir öllu um kringum sig en ansinn er hinn þögull áhorfendi. Bókin er ljóðræn og algjör unun að lesa. Hún er skipt niður í kafla og ef ég man rétt eru um 140 kaflar. Hins vegar eru þetta mjög stuttir kaflar, enda er bókin fljótlesin en situr í manni þó. Bara sem dæmi um áhrif hans, er þessi bók kennd víðsvegar í spænsku löndum, einkum til þess að kenna ritsmíð.
Þessi bók kom út um síðustu jól og var það Guðbergur Bergsson, sem þýddi hana.

¡Intelijencia, dáme
el nombre exacto de las cosas!
… Que mi palabra sea
la cosa misma,
creada por mi alma nuevamente.

(úr, ‘Intelijencia, dáme’)
Through me is the way to the sorrowful city.