Hefur engin skrifað um Góða dátan Svejk hingað til.
Þetta er fyrir marg mjög merkileg bók og ein af vinsælustu sögum sem sagðar hafa verið á íslandi. Höfundur bókarinnar var tékkneskur og hét Jaroslav Hasek og gerði hann spenntum lesendum þann grikk að deyja á blaðsíðu 364 svo lengri varð sagan ekki. Þrátt fyrir það er hún ein af merkari bókum 20.aldarinnar. Hann skrifaði hana árið 1923, þegar Tékkland var nýbúnir að öðlast sjálfstæði úr fyrri heimstyjöldinni. En sagan gerist í fyrri heimstyjöldinni. Hún fjallar um Svejk og hrakfarir hans, einfelding og hálfvita sem er alltaf að komast í kast við lögin fyrir einfelding sinn, en maður hefur það á tilfiningunni að hann sé bara að reyna að storka. Prag var þá hluti af Austurríki-Ungverjaland einveldinu sem var mjög strangt lögreglu og skriffinsku ríki og þeim er stefnt í stríð sem Svejk vill glaður berjast í. Þetta er fólk sem hefur ekki miklar áhyggjur, eru ekki að velta sér upp úr smámunum og eru ekkert að sökkva sér of djúpt í pælingar og er grínsaga, meirað segja mjög fyndin. En undir niðri býr mjög beitt pólitísk ádeila.
Mér finnst sagan áberandi lík fyrsta parti íslandsklukkunar eftir Halldór Laxnes sem fjallar um Jón Hreggviðson. Svipaðir karakterar og svipuð sjónarhorn, og´þeir lofar báðir sinn allranáðugasta arfakóng í hástert, þótt líklega sé meiningin önnur. Þær fjall báðar um undirokaða þjóðir sem eru´undir erlendri konungi sett. Og bækurnar eru báðar skrifaðar rétt eftir sjálfstæðisyfirlýsingu landanna.
En bara mjög góð bók sem engin sannur bókaunnandi má láta fram hjá sér fara.