Þar sem ekkert er búið að heyrast hér í dálítinn tíma er um að gera að bæta úr því…

Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostoevskíj er bara snilldarbók. Hún er vissulega dálítið óvanaleg, efnið og úrvinnsla þess er ekki alveg það sem ég á að venjast en það segir kannski aðeins meira um mig en bókina… Hún gerist í Rússlandi í St. Pétursborg á 19. öld og er um Raskolnikof sem er orðinn svo langt leiddur af ýmsum hugmyndum og sjúkdómum að hann fer og fremur morð. Svo er sagan um næstu dagana eftir morðið, hvernig hann hagar sér og hvernig rannsókn á málinu fer fram. Þetta er alls ekki venjuleg sakamálasaga, ekki heldur bein þroskasaga, heldur eitthversstaðar þarna í kring. Allavega, ég mæli eindregið með þessari bók.
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!