Vann þessa greiningu í ísl 202 upp úr sögunni Glataður sonur sem er að finna í Stjörnurnar úr Konstantínópel. Þess má geta að samtals fyrir greiningarnar mínar upp úr Stjörnunum fékk ég 10, ætti því að vera nýtanlegt. :)

Glataður sonur

Tími:
Ritunartími: 1996
Ytri tími: Seint á 20. öld
Innri tími: Á rúmu ári - endurlit

Sagan er nútímasaga. Það er margt í sögunni sem sýnir fram á að hún er ekki meira en 10 – 20 ára gömul. Til dæmis vélsleðaeign þeirra „feðga“ og einnig það að þeir fara í blóðprufu, faðernisathugun.

Umhverfi: Ég sé fyrir mér að Hallur og konan hans búi í millifínu fjögurra herbergja húsi, t.d. í vesturbænum. Talað er um hann hafi verið í einhvers konar fyrirtæki sem honum var svo bolað útúr. Það segir mér að þrátt fyrir húsið sé hann ekki ríkur. Hann þarf samt engar áhyggjur að hafa, hefur nóg fé til að lifa vel. Hann býr jafnframt í Reykjavík, talað er um Klambratún. Úlfur býr á Borgarnesi og virðist heldur ekkert skorta, hefur efni á að vera að gera upp bíl og hafa dýr áhugamál.

Efnisútdráttur: Sagan er um tvo menn sem ekki þekkjast. Annar er þrítugur en hinn sextugur. Sá eldri fær hringingu frá hinum yngri sem segir honum að hann sé sonur hans. Mennirnir eiga margt sameiginlegt og fara að eyða miklum tíma saman, á kostnað sambands þeirra við sínar fjölskyldur. Saman fara mennirnir í faðernispróf þar sem það kemur í ljós að þeir eru ekki hið minnsta skyldir. Ekki er það samt nóg til að bæta brostin fjölskyldubönd.

Frásagnaraðferð: Sagan er sögð aðallega í 3. persónu, en einnig í 1. persónu og með samtölum. Í upphafi sögunnar er eina samtal hennar en samt er frásögnin mikið í talmáli. Átök sögunnar eru inni í fjölskyldunum, þessarri brostnu og þessarri sem þarf að taka inn nýjan meðlim. Ris hennar er faðernisprófið og eftir risið afhjúpast að Úlfur er í raun ekki sonur Halls. Sögumaður er elsti sonur Halls. Mér finnst hann segja söguna í skömm eins og hann sé að segja hana eftir dauða annað hvort Úlfs eða Halls. Eða þá að hann hafi tekið út einhvern tilfinningalegan þroska, hann sér að minnsta kosti eftir hegðun fjölskyldunnar í garð Úlfs.

Mál og stíll: Eins og ég sagði áður er sagan í talmáli, stór og mikil orð eru notuð í bland við orð sem eru ekki talin mjög „fín“. Sem dæmi get ég nefnt gustukaverk, droppa, basis, bissness, kallinn.

Persónulýsingar:
Hallur: Mér finnst Hallur vera lífsleiður maður, einmana og jafnvel örlítið bitur, jafnframt held ég að hann sé hvellinn en meini alltaf vel. Honum finnst vanta tilgang, gefur til að mynda upp áhugamál sín. Ég rökstyð þetta með því að þannig liði mér ef mér væri bolað úr vinnu eftir lífsstarf mitt. Hann breytist hinsvegar mikið þegar hann eignast „soninn sem hann aldrei átti“.
Úlfur: Ég tel að Úlfi hafi aldrei fundist hann passa inn neinsstaðar, hví annars hefði hann átt að trúa orðrómum um að sá sem hann hélt að væri faðir sinn væri það í raun ekki og spyrja ömmu sína um málið. Annars er hann vænn drengur, til dæmis er hann í björgunarsveit, hefur áhuga á að hjálpa fólki.
Vitneskjan um Úlf hefur mikil áhrif á Hall, loksins hafði hann eignast son sem hafði sömu áhugamál og sömu lífsskoðanir og hann. Honum fannst lífið fá tilgang á ný. Mín samúð rokkaði á milli persóna. Hallur vegna lífsleiða hans og vöntun fyrir tilgang í lífinu. Úlfi vegna vöntunar á föður og hans tilfinningu um að passa hvergi inn og fjölskyldur þeirra beggja fyrir höfnunina sem þau hljóta að finna fyrir.

Boðskapur: Ég held að boðskapur sögunnar sé að maður skuli ekki falla of auðveldlega fyrir nýjungum, hversu góðar sem þær virðast, sérstaklega á maður ekki að gleyma því gamla og trygga fyrir það nýja og óstöpula.

Niðurstaða: Hugsanir; maður veit aldrei hvað maður hefur átt fyrr en misst hefur.
Just ask yourself: WWCD!