Fyrir stuttu ætlaði ég að fara að lesa nokkuð sem ég hélt að væri ruslbók …en bókin stóðst ekki þær væntingar;) svo alveg óvart fór ég að lesa virkilega góða bók…og síðan þá hef ég reynt að troða henni upp á aðra.

Bók þessi heitir “the children of men”, er eftir P.D. James og kom út´92

Sagan hefst í Oxford Englandi árið 2021 þegar aðalpersónan “fagnar” fimmtugsafmæli sínu, og 25 ár eru liðin frá síðustu barnsfæðingu……Já það fæðast nefnilega engin börn lengur í heiminum! Og yngsta kynslóðin er orðin fullorðin..
Eitthvað gerðist engin veit hvað. Bara allt í einu, eins og einhver hefði ýtt á takka, þá misstu mennirnir hæfileikann til að fjölga sér.
…Og einmitt það gengur sagan útá; hvað ef það myndu ekki fæðast fleiri börn? Hvað ef við værum síðasta fólkið á jörðinni? Hvernig myndi samfélagið bregðast við? En einstaklingurinn? …Væri tilgangur?

mannkynið er sem sagt að horfa upp á sjálft sig líða undir lok. Vísindin hafa ekki getað gefið neitt svar við þessari skyndilegu ófrjósemi og menn hafa misst alla von. Mannréttindi eru hætt að skipta máli, og fólk sér ekki ástæðu til að bera virðingu fyrir neinu lengur.
Í örvæntingu, flýja margir á náðir sértrúarhópa sem stunda skipulögð hópsjálfsmorð (lögleg og meira til). Aðrir reyna að gera sitt besta til að fyrra sig raunveruleikanum…bíða bara dofnir þangað til menn og menning lognast út af.
Jamm, ástandið er ekki glæsilegt, ..eða svo finnst aðalsögupersónunni ekki, kallinn sá er ansi niðurdreginn þegar hann kemst í kynni við hóp uppreisnarmanna, sem vægast sagt luma á einhverju.
Og þá hefst mjög page turning atburðarás…

Hehe..óskup hljómar þetta eitthvað niðurdrepandi lesning ;)

But trust me it isn´t. Til þess er þetta bara allt of vel skrifuð bók, á fallegri ensku og stíllinn frekar ljóðrænn. Frumlegur söguþráður, og svo bara mjög spennandi og soldið sci-fi-leg pæling í gangi, þetta; “hvað ef…?”
sagan er sögð í 1.p og hvað persónusköpun varðar, virkar sögumaðurinn mjög af holdi og blóði, aðrir virðast kannski meira einsog “skúlptúrar”..en það kemur ekki að sök gefur sögunni bara meiri ljóðrænufíling held ég.

Jæja, og ef það eruð á því að tilgangur mannsins sé að fjölga, sér þá ætti þessi bók að styrkja ykkur í trúnni!

…og æji, það vabbara so gaman að lesa þessa bók sona óvart :)oOo tack sO mycket oOo
<>oOo<> kOkOs <>oOo<>
ps. Ég veit ekki af hverju, en mér finnst endilega að James hafi verið ólétt þegar hún skrifaði þessa bók, hehe ;)