Lokabókinn í uppáhalds trílógíunni minni er nú tilnefnd til Booker verðlaunanna og er hún fyrsta barnabókin sem hefur verið tilnefnd til þeirra verðlaunna.
Bókin sem umræðir er The Spy Amberglass eftir Philip Pullmann. Pullmann viðurkennir að við samningu bókanna hafi hann stolið frá öllum höfundum sem hann hefur lesið þó sérstaklega Blake (Guð, englarnir, og staða sköpunannar gagnvart ‘Guði’), en ég þykist líka sjá áhrif frá Swift (í fílunum á hjólunum) og eðlisfræðingnum Stephen Hawkins (heimsmyndin)

Fyrsta bókin hefur komið á íslensku og heitir Gyllti áttavitinn.
Allar þrjár bækurnar mynda eina heild og það er vonlaust að ætla að stökkva inn í þriðju bókina án þess að vera búin að lesa þá fyrstu.
Það er afar erfitt að segja frá bókunum án þess að gefa upp plottið - en plottið tekur sífelldum breytingum og er ekkert öruggt í þessum bókum. Líklegast er best er að segja efnið sé hin klassíska barátta góðs og ills en hvað gott og hvað er illt?

Ef fólk vill kynna sér brynklædda ísbirni, nornir á sópum, loftskip, fallaxir, engla (gagn- og samkynhneigða), Oxford, Svalbarða, Himalayjafjöllin, fíla á hjólum og einhvers konar vampírur, ásamt ‘Guði’ þá mæli ég með þessum bókum þó frekar á ensku en á íslensku. (Ekki láta kristilegt efni bókaflokksins hræða ykkur. Gunnar í Krossinum myndi brenna þessa bók á báli.)

Nú er bara að bíða og sjá hvort Pullman nær Booker verðlaunum frá fólki eins og Naipaul, Ian McEwan, Gordimer og fleirum.