Peð á plánetunni jörð. Ritgerð sem ég gerði um Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrún Árnadóttir..

Peð á plánetunni jörð.

Ég las bókina Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrún Árnadóttir. Mál og menning gaf bókina út árið 1995. Peð á plánetunni Jörð er 174 blaðsíður. Olga hefur gefið út Ævintýri á jólanótt (1992), Vegurinn heim (1982), Búrið (1977), Trilla, álfarnir og dvergurinn Túlli (1972) og einhverjar fleiri bækur. Olga hefur líka þýtt margar bækur og leikrit fyrir útvarp. Hún hlaut viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY árið 1996 fyrir ritstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar.

Við kynnumst 14 ára unglingsstúlku, Möggu Stínu, fjölskyldu hennar, félögum og
skólanum. Hún á einn bróður sem heitir Benni. Hann er 8 ára. Besta vinkona hennar
heitir Vala. Vala er með próf á heilanum og lærir oftast fyrir þau fram á miðja nótt.
Hún er fátæk vegna þess að pabbi hennar fór frá fjölskyldu hennar þegar hún var lítil og hefur
lítið samband við hana og systur hennar tvær. Hann er fræg poppstjarna á Íslandi og
er víst algjört fífl. Magga kemst að því að Vala á að flytja til Noregs því að mamma
hennar hafði samband við vin sinn sem utvegaði vinnu handa henni vinnu á skíðahóteli.
Magga verður ekki glöð og spyr mömmu sína hvort að Vala megi búa hjá þeim. Sigga
Rósa er líka góð vinkona Möggu, en hún er samt ekki oft með henni því mamma Siggu
vill að hún spili á píanóið allan daginn og líkar Siggu það ekki mjög
vel.
Magga Stína er hrifin af strák sem heitir Matti en hann er ‘’leynilegur ástmaður’’ hennar. Matti á vin sem heitir Jónas. Jónas er bekkjarbróðir Möggu en þau þekkjast frekar lítið. Jónas er mikið fyrir tónlist og stofnaði hljómsveitina Villtu spendýrin. Jónas byður Möggu um að semja texta fyrir hljómsveitina því honumfinnst ljóðin hennar vera mjög góð.
Heiða er stelpa sem Magga Stína hatar og er þar að auki kærasta Matta. En seinna kynnist Magga Heiðu og finnst þá hún bara skemmtileg þegar hún kynnist henni. Heiða rík og er alltaf með pening á sér. Foreldrar Möggu eru ekki rík en heldur ekki fátæk. Mamma Möggu er leikkona og gengur en faðir hennar vinnur við einhverskonar skrifstofustörf. Ef það er eitthvað sem hrjáir Möggu þá eru það „kaloríudraugarnir” eins og hún vill orða það, henni finnst hún vera of feit. Hún gerir allt til að losna við eitthvað af þeim og reynir því að hætta að borða sætindi og byrjar að skokka. Hún er ekki alltof ánægð með skólan, Þ.e.a.s ekki ánægð með kennarana og sérstaklega ekki handmenntakennarann, hana Hólku sem er mesti óvinur hennar. Hólka gerir allt til að gera lítið úr Möggu og kemur aldrei þegar Magga réttir upp hönd. Magga er svo rekin úr handavinnu og þá er það útilokað að hún verði handavinnukona í framtíðinni. Þær fullorðnu persónur sem koma fram í bókinni eru aðallega Hildigunnur, mamma Völu sem er atvinnulaus og fátæk. Í bókinni fer mest fyrir stelpum, aðal karlsöguhetjurnar eru Matti og Jónas en svo koma náttúrulega aðrir karlar fyrir fram eins og bróðir Möggu og pabbi hennar, skólastjórinn o.fl Möggu finnst mjög gaman að semja ljóð og samdi hún ljóð fyrir Villtu Spendýrin, önnur áhugamál hennar veit ég ekki um nema bara að hanga með vinum sínum, aðallega Völu.

Olga sínir í bókinni hvernig unglingar eru og setur sig í spor eins unglings, Möggu. Eins og eðlilegt er hjá unglingi þá rífast þær mæðgur, Magga og mamma hennar oft en eru samt bestu vinir og geta spjallað um allt mögulegt. Ég mæli með þessarri bók því hún er fyndinn og segir frá lífi unglinga.
Mér fannst þessi bók bara mjög skemmtileg og fyndin á köflum. Hún höfðar mikið til unglinga því hún er trúverðug og þetta gæti vel gerst hér á Íslandi. Hún er bæði spennandi og skemmtileg og heldur manni alltaf við efnið. Bókinn gerist í Reykjavík og gerist í nútíma. Þessi bók kennir manni líka að maður á ekki að dæma fólk eftir útlitinu og vera maður sjálfur. Hún var kannski langdreiginn fyrst en fór batnandi þegar maður var kominn lengra.
Góð bók.