Hér kemur bókarskýrsla sem ég gerði í janúar. Bókin heitir “Nóttin lifnar við” og er eftir Þorgrím Þráinson.




Samúel, afi Gabríels, var dáinn og jarðarförin átti að vera næstu helgi á Búðum á Snæfellsnesi. Gabríel bað vini sína að koma með sér þau Andreu, Sævar og Manuelu. Þau vildu öll fara með honum nema Sævar af því að hann átti von á lítilli systur og vildi ekki missa af fæðingu hennar. Hann lét sig þó hafa það og fór með. Þau ætluðu að gista í tjaldi á Búðum.
Þegar þau voru komin settu þau upp tjaldið í laut rétt hjá Hótel Búðum. Daginn eftir fóru þau í jarðaför Samúels. Þegar þau voru að krossa yfir leiðið þar sem Samúel var grafinn, datt Andrea ofan í gröfina og festi fótinn. Þau náðu henni þó upp en skórinn hennar varð eftir. Það tók hana allan daginn að jafna sig eftir þetta.
Síðar um kvöldið ákváðu þau að kveikja eld og grilla. Þau uppgötvuðu síðan að þau höfðu glemt frönskum. Sævar hljóp til baka til að ná í franskar. Gabríel, Andrea og Manuela sáu hann síðan koma hlaupandi til baka, lafmóðan. Hann sagðist hafa séð tvo menn sitjandi á kaffihúsinu á Hótel Búðum. Hann heyrði þá vera að tala um eitthvað mjög grunsamlegt og taldi þá vera smyglara. Hann hljóp því til baka eins hratt og hann gat. Sævar varð ekkert mjög glaður þegar hann sá að hinir tóku þessu ekkert alvarlega. Þau fóru síðan inn í tjaldið og sofnuðu.
Um nóttina vaknaði Gabríel við hljóð í báti. Honum fannst skrítið að einhverjir væru að sigla um nóttina. Hann lét það sig engu varða og fór aftur að sofa.
Þau vöknuðu síðan nokkrum klukkutímum eftir sólarupprás. Gabríel leit út um tjald dyrnar og varð heldur betur brugðið. Hann sá tvö mannabein sem mynduðu kross og skó Andreu sem hún hafði misst ofan í gröf Samúels. Það var líka miði sem á stóð: “Hvað eiga Axlar-Björn og Rannveig sameiginlegt?” en Rannveig var dóttir samúels sem hafði horfið fyrir 50 árum þá 6 ára að aldri. Þau velt fyrir sér hvort annað beinið gæti verið úr Axlar-Birni og hitt úr Rannveigu. Var kannski verið að reyna að hræða þau í burtu? Þau fóru til Óla og Gullu en Óli var sonur Samúels. Þau sögðu þeim frá þessu og Gulla fór með þau að leiði Axlar-Bjarnar. Þau sáu að það var greinilegt að einhver hafði átti við leiðið. Síðan fóru þau að leiði Samúels og sáu að það var líka búið að hreyfa við því. Það var ákveðið að Gabríel, Andrea, Sævar og Manuela skyldu sofa í húsi Óla og Gullu það sem eftir væri ferðarinnar.
Daginn eftir leigðu krakkarnir hesta og undirbjuggu skoðunarferð um ströndina. Þau höfðu leiðsögumann meðferðis. Þau komu að sprungu og spurðu leiðsögumanninn hvort að óhætt væri að fara ofan í hana. Hann sagði að það væri í lagi ef hann færi með þeim. Þau fóru ofan í hana og komu út á litla syllu í klettunum við sjóinn. Fyrir neðan sylluna var önnur sylla og Sævar var alveg viss um að þar geymdu smyglararnir smyglvarning sinn. Leiðsögumaðurinn sagði að það væri of hættulegt að fara lengra út á sylluna til þess að gá niður.
Um kvöldið sátu krakkarnir við eldhúsborðið og spiluðu póker. Sævari langaði til þess að fara út í kirkjugarð. Hann og stelpurnar fóru þangað en Gabríel varð eftir heima. Þegar krakkarnir voru komnir í kirkjugarðinn sáu þau kross við hliðina á leiði Samúels. Þau lásu á krossinn og urðu skelfingu lostin þegar þau sáu hvað stóð þar. Það stóð GASM á krossinum en það voru upphafstafir þeirra Gabríels, Andreu, Sævars og Manuelu. Þau hlupu til baka eins hratt og þau gátu og sögðu Gabríel og Gullu frá þessu. Gulla taldi að það væri alveg víst að einhver væri að reyna að hræða þau í burtu. Hún skipaði krökkunum að fara að sofa og bíða til morguns.
Morguninn eftir ákváðu þau að fara að skoða Búðarhelli en hann átti víst að vera 400 metra langur. Gulla lét þau fá 100 metra langt snæri sem þau skyldu binda við hellismunnann og hafa meðferðis svo að þau myndu ekki villast. Hún lét þau líka hafa lukt.
Þegar þau voru komin að hellinum, batt Gabríel snærinu um stein við munnann og þau fóru inn. Sævar var fremstur með luktina. Þegar þau voru komin um 50 metra, þá missti Sævar luktin og hún brotnaði. Þau sáu einhverja hrúgu upp við vegginn og sýndist þeim þetta vera beinahrúga. Gabríel hugsaði með sér hvort að þetta gæti verið Rannveig. Þau fóru til baka og voru mjög fegin að hafa verið með þetta snæri. Þegar þau voru komin út heyrðu þau í utanborðsmótor og var Sævar viss um að þetta væru smyglararnir að sækja smyglið á sylluna sem þau höfðu séð daginn áður. Krakkarnir ákváðu að fara aftur ofan í sprunguna hjá syllunni. Þau drógu strá um hver ætti að hlaupa til baka og ná í aðstoð og kom það í Andreu hlut að hlaupa heim. Þau hin fóru að sprungunni. Sævar og Manuela fóru niður en Gabríel vildi heldur bíða fyrir ofan. Þegar Sævar og Manuela voru komin niður fór Sævar úr úlpunni og sagði Manuelu að halda í ermina. Hann hélt síðan sjálfur í hina ermina og fór lengra út á sylluna. Hann varð fyrir miklum vonbriðgðum þegar hann sá ekki botninn á hinni syllunni. Hann ætlaði að fara að koma til baka þegar hann steig á hálan stein og rann alla leið niður og út í sjó. Manuela kallaði á Gabríel. Gabríel kom niður með snærið og batt það um stein. Hann klifraði síðan niður og náði Sævari og fór með hann upp á neðri sylluna. Sævar hafði rotast og var með stórt sár á hnakkanum. Gabríel reyndi ýmsar aðferðir við að vekja Sævar aftur til lífssins en allt kom fyrir ekki. Skömmu síðar kom Andrea með þremur mönnum. Meðal þeirra var Óli. Tveir þeirra fóru niður í sprunguna en einn varð eftir uppi. Stuttu síðar kom Óli upp og sagði að það yrði að fá þyrlu til að bjarga strákunum. Hann fór svo aftur niður. Litlu seinna kom hann aftur upp og sagði að það mætti afpanta þyrluna. Hann Sævar var dáinn.
Síðar um daginn afgreiðslustúlkan á Hótel Búðum til þeirra Gullu og Óla og spurði eftir Sævari. Hún átti að skila til hans að hann væri búinn að eignast litla systur.
asdf