Ég les aldrei!!
Þess vegna verðið þið að trúa mér þegar ég skrifa grein um bók sem að ég get ekki hætt að lesa. Ég man bara eftir því að hafa lesið 4 bækur í öllu lífinu mínu en þessi bók hefur fengið mig til þess að elska lestur!
Bókin heitir The Curious incident of the dog in the night-time og er eftir rithöfundinn Mark Haddon sem hefur verið mjög mikið með ungu fólki sem á í vandræðum að stríða. Mikið með fólki sem er með til dæmis Downs heildróm! Bókin fjallar líka um strák sem er með þennan galla og þess vegna er hann mjög gáfaður oftast. Hann veit allt um stærðfræði og eðlisfræði en mjög lítið um manneskjuna og tilfinningar. Bókin byrjar á því að nágrannahungurinn Wellington er drepinn og Cristopher (strákurinn) er ásakaður um það. Hann vill það ekki og fer þess vegna að rannsaka morðið. Pabbi hans vill það ekki en Cristopher hlýðir ekki. Cristopher getur ekki logið og ef hann lofar einhverju verður hann að halda loforðinu. Þess vegna er þetta mjög erfitt fyrir hann. Það má alls ekki snerta hann því þá öskrar hann og verður brjálaður! En hann er ótrúlega gáfaður og fær bestu hugmyndirnar. Sagan breytist svo þegar hann kemst að því að pabbi hans hefur logið um mjög alvarlegann hlut. Hann vill þá flytja í burtu og sagan verður ennþá flóknari.

Þessi bók er alveg ótrúlega vel skrifuð - Mark Haddon veit nákvæmlega hvernig þetta fólk er og skrifar þess vegna alveg ótrúlega nákvæmlega og sérstaklega! Mjög fyndin og mjög sorgleg bók sem mér finnst að allir ættu að lesa.
Eftir þessa bók er ég orðinn alger lestrarhestur og ég er meira að segja byrjaður á annari bók - The Da Vinci code!