Hef verið að leita að greinum og öllu sem tengjist ísfólkinu og það finnst mér góð hugmynd að gera Ísfólkið að áhugamáli! Húrra fyrir þeim sem stakk upp á því!! Hérna er smásaga af reynslu minni af Ísfólkinu og Margrit Sandemo.

Þegar ég var aðeins 12 ára gömul rakst ég á fullt af bókum í skáp hjá frænku minni. Ég hafði alltaf verið áhugasöm um lestur og lesið mikið og spurði hana hvaða bækur þetta væru eiginlega. Hún þá brosti til mín og sagði að þetta væru Ísfólksbækurnar. Ég, vitlaus krakki, varð hissa og spurði hana aftur hvað ísfólkið væri. Þá sagði hún bara að ég myndi örruglega hafa gaman af þessum bókum og lét mig fá eina. Sem var nr.1 – Álagafjötrar, lítið vissi ég að Ísfólkið og Margrit Sandemo myndi festa mig í álagafjötra.
Ég byrjaði að lesa. Las og las og las. Ég varð föst í bókunum, þær voru svo magnaðar að ég las allan bókaflokkinn á mjög stuttum tíma!

Frænka mín hafði haft rétt fyrir sér – Ísfólksbækurnar náðu allan minn hug og ég hafði afar gaman af þeim. Galdrar, sterkar konur, lífsbarátta fólks sem var hundelt, – og auðvitað karlmennirnir ekkert síðri. Margrit Sandemo er frábær rithöfundur. Hún náði persónunum í bókunum gífurlega vel. Ég mun alltaf, eins og örruglega flestir, eiga uppáhaldsbækur og persónur. Hjá mér eru það, auðvitað, fyrstu bækurnar sem eru bestu og þar með persónurnar þar og hafa náð til mín. En þó er það alltaf nokkrir sem standa upp úr hjá manni, þar nefni ég til dæmis, Silja og Þengill hinn góði, Saga ( sem kom þó nokkru seinna ), Þula, Heikir, Villimey, Dominic ( sem heillaði mig alveg upp úr skónum! ) og fleiri.

Síðan þá hef ég lesið ísfólksbækurnar svo oft að ég er löngu hætt að geta haft tölu á því. Ég hef einnig lesið Ríkis ljóssins og Galdrameistarann - sem ég gerði eftir ísfólksbækurnar.
Eftir að ég las þær fyrst var það bara frænka mín sem hafði lesið þær – sem ég vissi um. Allar götur síðan hef ég sífellt heyrt um fleiri sem hafa lesið þær – en veit aðeins um eina manneskju sem leit á bækurnar sömu augum og ég.
Ég var eftir Ísfólksbækurnar mikill lestrarhestur og les nú oftast bækur sem tengjast göldrum, einhverju dularfullu og ævintýrum full af skemmtilegum verum. Þar er hann Harry Potter okkar með þeim efstu auðvitað.

Ég þakka þeim sem nenna að lesa þessar hugleiðingar mínar.