Þetta er eins og undirstrikun á grein sem birtist í DV um daginn. Þar segir að Ólafur sé yfirleitt alltaf gleymdur sem rithöfundur. Hann fái aldrei verðlaun né viðurkenningu og sé bara yfirleitt ekki viðurkenndur sem eitt af stórskáldum þjóðarinnar. Þessu er ég sammála því engin vafi leikur á því að Ólafur er einn af betri rithöfundum íslendinga. Ég er ný búinn að lesa Slóð fiðrildina og hún er mjög góð bók. Virkar frekar væmin í byrjun en það er nauðsynlegt upp á síðari hluta og upp spinnst sæmileg flétta.
Sá líka sniglaveisluna í Loftkastalanum í vetur og hún var prýðileg. Ákveðin keimur er líkur með báðum þessara verka.
Hvað finnst ykkur?