Ég var bara að pæla hvort við ættum ekki að byrja á umræðu um Wheel of Time bókaseríuna.
Ég athugaði með eldra efni, og var komin alveg aftur í janúar án þess að sjá nokkuð um þessa seríu.

Er sjálf búin að lesa 9 bækur, af þessum 10 sem komnar eru út.
Hef reyndar heyrt að tíunda bókin sé dáldið langdregin og sé aðeins til þess að eyða tíma…
Er reyndar að tvílesa fyrstu bækurnar aftur, og var að klára 7undu bókina aftur.

Ég er mikill aðdáandi svona bóka (t.d. Hobbit, Harry Potter, og næstum allra vísindaskáldsería).

Svona bara til að segja eitthvað um seríuna sjálfa, fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um, þá kemur hér smá, og þá meina ég SMÁ, útdráttur úr bókunum.

Serían fjallar um jörðina, eins og hún væri um bændaöldina.
Lítil þorp útum allt, með eina og eina borg sem kóngar eða drottningar búa í. Ekta miðaldir.

Eini munurinn á okkar jörð og þessari, er að þarna búa líka galdakonur og galdramenn.
Galdrakonurnar læra í Hvíta Turninum. Þær byrja þjálfun sína um sirka 13-16 ára aldurinn, og eru í þjálfun eins lengi og þörf krefur. (Sumar eru jafnvel í þjálfun í 20-30 ár, þar til þær eru taldar nógu öruggar til að hleypa út í umheiminn aftur…).
Það eru 3 skref fyrir galdrakonurnar: Novice (byrjandi), Accepted (miðlungsnemandi), og svo að lokum Aes Sedai. (það er sumsé fullgild norn).

Galdramennirnir hafa verið veiddir af galdrakonunum í aldaraðir, vegna þess að fyrir nokkrum öldum lentu galdramenn og konur í bardaga við “þann illa”, sem barðist þannig á móti að hann mengaði galdrakraftinn (the Source) sem galdramennirnir notuðu. Það olli því að allir þeir karlmenn sem snertu kraftinn, urðu með tímanum geðveikir.
Þegar þeir voru orðnir geðveikir, notuðu þeir krafta sína til að drepa og meiða aðra. Þess vegna er til heill flokkur af galdrakonum, sem vinna bara við það að finna þessa galdramenn, og skera tengsl þeirra við kraftinn af þeim (stilling).

Það eru til 7 flokkar galdrakvenna, og þeir eru kallaðir “the 7 Ajahs” í bókaseríunni.
Rauði flokkurinn er sá sem leitar uppi galdramennina.
Þar fyrir utan eru til Blár, Gulur, Grár, Hvítur, Brúnn og Grænn flokkur.

Þetta er bara almennt um heiminn, og hvernig hann lítur út utan frá séð.

Svo koma inn ákveðnar persónur:
Moiraine Sedai. (galdrakona sem ferðast um heiminn í leit að “Drekanum”).
Rand Al´Thor. (Ungur drengur úr litlu þorpi, verður seinna ferðafélagi Moiraine).
Mat Cauthon (býr í þorpinu með Rand)
Perrin Aybara (sama og Mat)
Egwene Al´Vere (sama og Mat)
Nynaeve (sama og Mat)

Þetta eru sumsé “aðal” persónurnar í bókinni. (þær verða svo um 20 talsins, og sífellt bætist við þær persónur sem verða svo áfram í söguþræðinum).

Ég er sumsé að lesa þessar bækur í annað skipti, og er ennþá að uppgötva hluti sem ég hef hreinlega gleymt, af því að þetta eru svakalega efnismiklar bækur.

Endilega, ef einhver vill spjalla um þessar bækur, þá svarið þessum þræði, því að það væri gaman að koma af stað fjörugri umræðu um þessa seríu.

Ef þú hefur ekki lesið þessa seríu, þá ráðlegg ég þér að byrja á því, því að þú munt ekki sjá eftir því.

Með bestu kveðju, og von um hressilegar umræður.

RollsRos.