Þetta er bókaskýrsla sem ég gerði um bókina Brennd lifandi, gerði hana reyndar á hálftíma, en þetta er útkoman. Njótið;)

Souad er fædd 1957 eða 1958. Hún er alin upp í litlu þorpi við vesturbakka Jórdan. Samfélag hennar er þannig að stelpur eru minna virði en kýr. Það er talin skömm að eignast fleiri en 2-3 stelpur, helst á ekki að eignast neinar. Stelpurnar gera allt sem þarf að gera á heimilinu, þvo, útbúa mat o.s.frv.
Souad átti aðeins einn bróður. Hann hét Assad og var einu ári yngri en hún. Svo átti hún fimm systur, tvær þeirra hálfsystur. Hún man ekki hvað hálfsysturnar heita, en hinar systur hennar voru Noura, Kainat og Hanan. Assad var dáður af systrunum og þær þjónuðu honum eins og prins, enda var það hlutverk þeirra. Konur voru einskis virði nema til þess að fæða manni sínum syni og sjá um heimilið. Þær áttu að giftast ungar, helst 14 ára, en systurnar í fjölskyldunni áttu að giftast eftir röð, frá þeirri elstu til þeirrar yngstu. Noura, sú elsta, giftist þegar Souad var 15 ára og Kainat átti eftir að giftast áður en röðin kæmi að Souad. En því miður var Kainat ekki mjög fríð og svolítið þybbin, svo að hennar var ekki beðið.
Faðir þeirra var mjög strangur og ofbeldisfullur. Það leið ekki sá dagur að þær væru ekki barðar. Eitt sinn þegar Souad og systur hennar voru að tína tómata á svölunum, sem þurfti að gera mjög hratt, tíndi Souad óvart óþroskaðan tómat sem hafði fengið minnstu sólina. Faðir hennar sá það og lét hana borða tómatinn og hýddi hana svo. Svona gekk þetta lengi.
Svo verður Souad ástfangin af manni sem á heima í húsinu á móti, en hún má ekki horfa á hann, hvað þá tala við hann, án þess að eyðileggja orðspor fjölskyldunnar. Konur áttu ekki að hafa frumkvæðið, þær fengu engu að ráða um neitt. Svo nær hún sambandi við hann án þess að nokkur taki eftir og þau hittast nokkrum sinnum úti á akri sem faðir hennar á. Hann afmeyjar Souad þar og lofar að biðja föður hennar um hönd hennar. En svo gerist ekki neitt og Souad uppgötvar að hún er ólétt. Hún reynir að fela það en móður hennar byrjar að gruna eitthvað og biður hana um að sýna sér næst þegar hún fer á túr. En hún byrjar ekki á túr og til þess að bjarga heiðri fjölskyldunnar fá foreldrar hennar tengdason sinn til þess að myrða hana. Hún veit að þetta á eftir að gerast og er rosalega hrædd. Þegar hún svo fer út í garð til að þvo, kemur hann aftan að henni og hellir bensíni yfir höfuðið á henni og kveikir svo í. Souad hleypur út úr garðinum og inn í bæinn þar sem einhverjar konur slökkva í henni og keyra með hana inn í borgina á spítala. En hún er illa brunnin og hjúkrunarfólkið vill ekkert með hana hafa og bíður bara eftir að hún deyi.
Loks fréttir einhver frönsk hjálparstarfskona af henni og fær leyfi til að færa hana til Frakklands á betri spítala. Þar fer hún í lýtaaðgerð og fær að byrja nýtt líf. Hún kynnist manni og giftist honum og eignast með honum 2 stúlkur. Núna er lifir hún eðlilegu lífi og heldur stundum fyrirlestra um hvernig komið er fram við konur í Mið-Austurlöndum og Pakistan og þar í kring.