Oscar Wilde Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde fæddist í Dublin 16. október 1854. Hann var vel menntaður og lærði meðal annars í Magdalen College í Oxford. Hann byrjaði snemma að semja og ljóð hans “Ravenna” vann hin virtu Newdigate verðlaun árið 1878. Hann giftist Constance Lloyd 1884 og eignaðist með henni tvo syni. Á næstu árum skrifaði hann sín merkustu verk, m.a. skáldsöguna “The Picture of Dorian Grey”, sem fékk slæma dóma og þótti bera vott um hégómagirnd og kynvillu höfundar.
Oscar Wilde er þekktastur sem leikritahöfundur. Af leikritum hans má meðal annars nefna “Lady Windermere's Fan” (1892), “A Woman of No Importance” (1893), “An Ideal Husband” (1895) og “The Importance of Being Earnest” (1895). Það síðast nefnda er mitt uppáhalds. Það er sprenghlægilegur farsi sem veitir ágætis innsýn í hið furðulega viktoríanska samfélag sem Wilde bjó í. Ef þið hafið ekki lesið það - lesið það núna! Það er örstutt og tekur enga stund.
Oscar Wilde hneykslaði siðvanda samtímamenn sína með lifnaðarháttum sínum. Þrátt fyrir að hann væri giftur maður duldist engum að hann var samkynhneigður. Það var þó ekki fyrr en hann tók upp samband við Lord Arthur Douglas (Bosie) að menn fengu nóg. Faðir Bosie ásakaði hann opinberlega fyrir kynvillu og Wilde var kærður, fundinn sekur og dæmdur í 2 ára fangelsi (og vinnubúðir) þann 25. maí 1895. Þegar Wilde kom úr fangelsinu var hann niðurlægður og gjaldþrota. Hann átti aðeins fötin sem hann var í. Hann flúði England og fór til meginlandsins. Árið 1897 skrifaði hann “De Profundis” (Úr djúpunum), ritgerð sem fjallar um sorg og missi og hann byggði á reynslu sinni úr fangelsinu. Hann lést í París 30. nóvember 1900.

Að lokum eru hér nokkrar tilvitnanir í Oscar Wilde:

Men are horribly tedious when they are good husbands, and abominably conceited when they are not. - “A Woman of No Importance.”

One should never trust a woman who tells one her real age. A woman who would tell one that, would tell one anything. - “A Woman of No Importance.”

Women are meant to be loved, not to be understood. - “The Sphinx Without a Secret.”

The world is a stage, but the play is badly cast. - “Lord Arthur Savile's Crime.”

One should always be in love. That is the reason one should never marry.

To love oneself is the beginning of a life-long romance. - “Phrases and Philosophies for the Use of the Young.”

Young men want to be faithful and are not; old men want to be faithless and cannot. - “The Picture of Dorian Gray.”