Langar bara til að deila gleðinni yfir því að hafa ‘fundið’ rithöfund sem skrifar stórkostlegar bækur, sjálfan Saul Bellow. Sérstaklega vil ég benda fólki á Herzog.
Bellow er ‘intellectual ameríkani af gyðingaættum’ eins og þeir gerast bestir og stundum er sem Woody nokkur Allen hafi gluggað í skruddurnar hans og orðið fyrir áhrifum. Bellow hirti nóbelinn 75 eða 6.
Halldór okkar Laxness kallaði hann ‘fílabeinsskáld’ eftir þunga umhugsun vegna þess hann fann ekki annað lýsingarorð sem hæfði snilld Bellows, en eins og menn vita þá er fílabein gersemi.

Hérna er listi yfir einhverjar af bókum Bellows:
Dangling Man (1946)
The Victim(1947)
The Adventures of Augie March (1953)
Henderson the Rain King (1959)
Seize the Day (novella, 1956)
Herzog(1964)
Mr. Sammler´s Planet (1970)
Humboldt´s Gift (1976)
The Deans December (1982)
More Die of Heartbreak (1987)
A Theft (1989 )
The Bellarosa Connection (1989)
The Actual (?)

Ekki sakar að geta þess að hann er margverðlaunaður í bak og fyrir í heimalandi sínu, púlitserar og fleira.