Halló. Ég var að lesa um daginn frábæra bók sem heitir Musterisriddarinn og er hún eftir sænska rithöfundinn Jan Guillou. Þessi bók er framhald bókar sem heitir Leiðin til Jerúsalem og ég mæli með að fólk lesi hana.

Bókin fjallar um sænskan musterisriddara, Árna að nafni, og unnustu hans, Sesílíu, en hafa þau bæði verið dæmd fyrir hór og verða að tileinka líf sitt guði í tuttugu ár. Árni sem Musterisriddari í Landinu Helga og Sesílía sem nunna. Í nunnuklaustrinu er fylgst með því hvernig Sesílía tekst á við það að vera lögð í hálfgert einelti og vinskap hennar við framtíðardrottningu Svíþjóðar. Hjá Árna er á hinn bóginn fylgst með leið hanns í gegnum Landið helga og bardögum hans við hinn mikla Saladin.

Í þessari bók eru miklar umræður um fordóma og hatur og er það eitt af því sem gerir bókina svona góða. Þar er líka minnst á spillingu aðalsins og jafnvel innan reglunar.

Þessi bók er rosa góð og mæli ég með því að allir lesi hana, en helst að lesa Leiðin til Jerúsalem fyrst.

Kveðja Bossoss

Ps. Ef ykkur líkar ekki við bókina þá haldið því fyrir ykkur sjálf.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”