Harry Potter og Eldbikarinn
Harry potter and the goblet of fire
Fjórða bókin um Harry Potter kom út 8. júlí 2000 á Englandi og í Bandaríkjunum. Bókin er töluvert lengri en þær fyrri - eða 734 bls.Þeir sem ekki geta beðið eftir íslensku útgáfunni geta pantað bókina á vef Amazon en þar stendur hún til boða á 50% afslætti, eða USD 18,17 (að viðbættum póstkostnaði). Pantaðu hana hér.Þess verður eflaust ekki langt að bíða þar til hún kemur út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti, og verður það væntanlega næsta vor (2001). NÝ VIÐBÓT Í JANÚAR 2001: Útgáfan frestast sennilega til haustsins 2001 þar sem þýðing á 734 blaðsíðna bók tekur langan tíma.Ég ætla að stilla mig um að setja nokkuð um efni hennar hér inn til að spilla ekki fyrir.Sumum finnst fyrstu kaflarnir í bókinni frekar langdregnir og segja að ritstjóri hefði átt að stytta hana. En flestöllum finnst hún frábær og geta ekki lagt hana frá sér (nema til að hvíla handleggina).
Hér getur þú séð ritdóma:
Ritdómur í USA TODAY
Ritdómur í THE NEW YORK TIMES eftir Jane Maslin (jákvæður)
Ritdómur í WASHINGTON POST (líka mjög jákvæður)
Umfjöllun í NEWSWEEK
Og hér er ágætis grein, “Harry Potter and His Censors” í EDUCATION WEEK.
Hérna er það sem ég var búin að skrifa fyrir útgáfu bókarinnar:
Smám saman hefur komið meira í ljós um innihald fjórðu bókarinnar. Bloomsbury tilkynnti undir lok júní að titillinn verður Harry Potter and the Goblet of Fire eða Harry Potter og eldbikarinn.
Búið er að selja meira en 1,5 milljónir eintaka af bókinni fyrirfram og lengdin virðist ekki minnka áhugann hjá væntanlegum lesendum. Allir þeir sem vinna við framleiðslu bókarinnar hafa skrifað undir þagnareið. Nafn prentsmiðjunnar er enn ókunnugt og Securicor (svipað og Securitas hér á landi) fékk samning um að útvega 70 brynvarða bíla til að dreifa bókinni í bókabúðir í Bretlandi. J. K. Rowling hefur þó gefið nokkrar vísbendingar um hvað gerist í bók 4:
1. HARRY UPPGÖTVAR STELPUR
Nú er Harry orðinn 14 ára og kominn með áhuga á stelpum. Hann fer sennilega á sitt fyrsta stefnumót en menn segja að það veki afbrýðisemi hjá Hermione sem hefur haft augastað á galdrastráknum um nokkurn tíma.
2. EINHVER DEYR
Einhver mun deyja í þessari bók, og eru margar getgátur um málið. Ef þig langar að skoða eða taka þátt í umræðum um efni hennar (og hinna bókanna), smelltu þér á Harry-Potter-spjall Amazon. Margir eru hræddir um að það verði Ron Weasley sem deyr en flestir vona að Crabbe, eða jafnvel bróðir Rons, George Weasley, verði fyrir valinu.
3. HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í QUIDDITCH VERÐUR HALDIN
Alllir lesendur HP vita að það er leikur sem keppt er í á galdraprikum (helst Nimbus 2000) með fjórum boltum. Liðin í lokaslagnum verða Írland og Búlgaría (og Rowling hefur sennilega valið þau vegna hrakfallasögu þeirra í fótboltanum).
AÐRAR getgátur:
Sagt er að það komi í ljós af hverju Voldemort er svona mikið illmenni, að Harry komist í hann krappann gegn Síríusi Black, að fram komi fyrsta kvenkyns ilmmennið (sem er kölluð Frostpinninn) og lokasena sem er svo hryllileg að höfundurinn varð að taka sér hlé í miðjum klíðum sökum hræðslu!
Einnig er sagt að nýi kennarinn í sjálfsvörn gegn illu öflunum sé Davey Gudgeon - með töfraaugað - og að nýr ættingi Rons af Weasley ættinni komi til sögunnar. Lesendur munu kynnast fleiri galdraskólum en Hogwarts og nemendum þeirra.
Útgáfudagur íslenku þýðingarinnar 30.október
(Þetta var af heimasíðu The Times og af Bookmagazine)

TEKIÐ AF HARRY POTTER HEIMASÍÐUNNI (http://www.mmedia.is/ah/harry.htm)
og af Bjart heimasíðunni http://www.bjartur.is