Það var á timabili viðreisnarstjórnarinnar, hinum mikla íhaldsáratug, sem skáldsagan Tómas Jónsson. Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Þessi bók olli muklu fjaðrafoki. Þetta var tímamótaverk hér á landi og hjálpaði módernisma að ná festu hér á landi. Bókin er sett upp sem ævisaga Tómasar Jónssonar. Bókin er hrærigrautur af vangaveltum, gagnrýni og furðusögum, sem eru sagðar af karlægu gamalmenni sem heitir Tómas Jónsson. Tómas Jónsson var ný persóna í íslenskum bókmenntum. Aldrei hafði jafnömurleg pappírsvera verið gerð að aðalpersónu í bók. Bókin samanstendur af sundurlausum skrifbókum Tómasar sem kvartar yfir samtíð sinni og sjálfum sér, segir kynlega sögur og nöldrar yfir leigjendum sínum í íbuðinni.
Hitler lætur jafnvel heyra í sér ein af sögunum. Guðbergur hæðist að Vefarann mikla frá Kasmír jafvel í bókinni. Ég mæli með þessa bók. Hún getur verið mjög ruglingsleg, en er algjör snilld.

Bækur Guðbergs eru: Músin sem læðist (skáldsaga, 1961),
Endurtekin orð (ljóð, 1961),
Leikföng leiðans (smásögur, 1963),
Tómas Jónsson, metsölubók (skáldsaga, 1966),
Ástir samlyndra hjóna (1967),
Anna (skáldsaga, 1968),
Hvað er eldi guðs? (smásögur, 1971),
Það sefur í djúpinu (skáldsaga,1973),
Hermann og Dídí (skáldsaga, 1974),
Það rís úr djúpinu (skáldsaga, 1976),
Flateyjar-Freyr (ljóðfórnir, 1978),
Saga af manni sem fékk flugu í höfuðið (skáldsaga,1979),
Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans (skáldsaga, 1980),
Hjartað býr enn í helli sínum (skáldsaga, 1982),
Tóta og táin á pabba (barnabók, 1982),
Hinsegin sögur (smásögur, 1984),
Leitin að landinu fagra (skáldsaga, 1985),
Froskmaðurinn (skáldsaga, 1985),
Maðurinn er myndavél (smásögur, 1988),
Trúin, ástin og efinn (ævisaga séra Rögnvaldar Finnbogasonar, 1988), Svanurinn (skáldsaga, 1991),
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma (skáldsaga, 1993),
Ævinlega (skáldsaga, 1994),
Jólasögur úr samtímanum (smásögur, 1995),
Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar (skáldævisaga, 1997) og Steinninn sem hafið fágar (skáldævisaga, 1998),
Ævi og list Sæmundar Valdimarssonar (1998) og Kenjarnar eftir Goya (1998).
Vorhænan og aðrar sögur (2000)

Ennfremur hefur hann þýtt mörg af meistaraverkum spænskrar tungu á íslensku, s.s. Don Kíkóta eftir Cervantes og bækur Garcia-Marquez.
Through me is the way to the sorrowful city.