Mig langar aðeins að halda áfram með umfjöllun mína um tengingar milli kvikmynda og bókmennta og minnast á íslensku spennusöguna Mýrina.

Lögreglusagan Mýrin kom út fyrir jólin hér á fróninu og var ein af aðal jólabókunum. Þetta er spennusaga sem fjallar um tvo rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka morð á eldri manni sem finnst látinn í kjallaraíbúð sinni í norðurmýrinni. Á meðan rannsókninni stendur finna þeir Ýmislegt óhuggulegt í fortíð þessa manns.

Mér fannst þessi bók um margt undarleg, í fyrsta lagi líður manni eins og maður sé að lesa kvikmyndahandrit þarsem sögurþráðurinn og hröðunin minnir meira á kvikmynd heldur en skáldsögu en höfundurinn, Arnaldur Indriðason er þar á heimaslóðum þarsem hann hefur skrifa umfjallanir um kvikmyndir í morgunblaðið um árabil. Stíll bókarinnar er allur í anda gömlu Film-Noir einkaspæjaramyndanna og getur hún verið nokkuð óhugguleg á köflum en það getur verið svolítð truflandi að hver einasta blaðsíða höfðar til manns eins og atriði í bíómynd, maður sér nánast myndavélahreifingarnar og brúngráa filterinn á öllu. Annars er konseptið mjög gott og á hún sína spretti en leysist síðan upp undir lokin, því miður, hinnsvegar er vel hægt að gera góða bíómynd uppúr þessu efni sem Baltasar Kormákur hyggist nú gera og veðrur gaman að sjá útkomuna.