Rúmu ári eftir að Jurassic Park myndin kom út kom Steven Spielberg að máli við Micheal Crichton og bað hann um ða skirfa aðra bók um risaeðlurnar og úr varð The Lost World sem er frábær bók þó ekki jafn góð og forveri hennar. Bókin fjallar um björgunarleiðangur sem sendur er út á eyjuna til að sækja hálf-klikkaðan snilling sem fór í leit að eyjunni Isla Sorna en það er systureyja eyjnar í fyrri bókinni, Isla Nublar en á þessari eyju eru eðlurnar aðeins ræktaðar. Crichton heldur upp góðu tempói í bókinni og úr verður hin fínasta skemmtun. svo árið 1997 gerir Speilberg mynd sína “eftir bókinni” en í raunveruleikanum á þessi mynd ekkert sambærilegt með bókinni nema kannski nafnið. Spielberg breytti ÖLLU og úr varð dýr hasarmynd sem engri sögu og meðalleik sem halaði þó inn fáránlega mikið af peningum. Enn og aftur sannar þetta að bókin er nánast alltaf betri en myndin. Við skulum bara vona að Pter Jackson takist betur upp með Hringadróttinssögu heldur en Spielberg með Jurassic Park myndirnar!