Þökk sé þessu nýja frábæra áhugamáli get ég loks tjáð mig um eftirlætis rithöfundinn minn, og eftirlætisbókina mína. Takk Vefstjóri :)

JD Salinger fæddist árið 1919 á Manhattan eyju í New York. Hann kom frá ríkri fjölskyldu, en var þó óagaður og passaði vart inní snobbfjölskyldu sína. Hann gekk í hina ýmsu skóla, en entist ekki lengi í hverjum þeirra, og var hann loks sendur í herskólann við Valley Forge, árið 1934. Salinger tók þátt í seinni heimsstyrjöldinni, og barðist á ströndum Normandí, og þegar að hann sneri aftur tók hann smásögunámskeið í Columbia háskólanum, og það skaut honum af stað sem rithöfundi.
Margir atburðanna í æsku Salingers eru endurspeglaðir í viðhorfum og atburðum í æsku aðalpersónunnar í bókinni The catcher in the rye, Holden Caulfield. Atburðir eins og t.d að Holden hafi verið rekinn úr skóla 4 sinnum, honum er hótað herskóla, þekkir nemanda úr Columbia háskólanum og fleiri atriði í þessum dúr.
Bókin sameinar æsku Salingers og áhrifanna sem gætti eftir stríð, í uppreisnargjörnum ungling.
Bókin um Holden var gefin út 1951 og olli miklum usla í íhaldssömu kommúnista/hommafælnu samfélagi Bandaríkjamanna á þeim tíma, hún var opinská og höfðar alltaf til unglingsins í manni, sama hvað maður er gamall.
Það sem heillar mig mest er hvað sagan er tímalaus, atburðirinir gætu þess eins átt sér stað í dag! Sagan er ekki þrælmerkt einhverjum amerískum sögulegum atburðum og er engin amerísk þjóðremba einsog gætir oft í slíkum bókum.
JD Salinger flúði ys og þys stórborganna eftir útgáfu The catcher in the rye og fluttist uppí fjallahlíðar New Hampshire. Hann hefur ekki gefið út margar bækur síðan, og er orðspor hans stórlega byggt á áðurnefndri skáldsögu.
Til gamans má geta að nemendur í ens 302 í MH fengu það verkefni í hendurnar að semja bréf til JD Salingers, og ákváðu kennararnir að setja þau í póst eftir að hafa lesið þau yfir, og viti menn, herra Salinger skrifar tilbaka og þakkar nemendunum fyrir hlý orð í sinn garð!
Bók þessi er full af skoðunum sem að mætti taka til alvarlegrar íhugunar og hefur bókin t.d haft djúp áhrif á hugsunarhátt minn. Morðingi John Lennons fannst m.a með þessa bók á sér og hefur bókin oft fundist í fórum fólks sem þjáist af einhverskonar geðveilu. kíkið á þessa síðu til að lesa meir um það; http://www.geocities.com/SoHo/Gallery/7466/catcher-rye.html

JD Salinger er illa við að láta stilla sér uppá stall, en ég ætla nú bara samt að segja að þessi bók er 100% skyldulesning, og ætti að fást í öllum betri bókabúðum.