Ég er búin að komast að því að það er gomma af fólki sem les ekki sumar bækur vegna þess að (dæmi): “þær eru gerðar fyrir aldurshópinn 9-12 ára.” Þetta er nú bara asnalegt. Ég ætla að taka Harry Potter sem dæmi. Það er fáránlegt að segja að Harry Potter séu bækur fyrir þennan aldurshóp, en bækurnar eiga einmitt að vera það, þar sem MIKLU fleira fólk sem ég þekki sem hefur lesið Harry Potter eru eldri en 13 ára og eru svo hooked á þessum bókum að það er hægt að tala endalaust um þessar brilliant bækur við það. Systir mín sem er 11 ára fékk bók númer 1 í jólagjöf frá mér og kláraði hana að miklu leyti af því að ég og mamma töluðum svo mikið um þær og plús það að ég hélt henni svoldið við lesturinn. Bækurnar fjalla um Harry sem er 11 ára þegar hann fer í galdraskóla og þá ætti hann eiginlega að vera vaxinn upp úr bókmenntum fyrir þennan aldurshóp en flestum litlum krökkum sem ég þekki þykir skemmtilegra að lesa bækur um krakka á sínum aldri eða þá um kisur eða bolla eða eitthvað álíka. Ég veit nú ekki alveg hverju ég er að reyna að koma til skila með þessari grein og hún gæti kannski verið soldið óskiljanleg en það er alveg við hæfi að koma með grein inn á hið langþráða áhugamál “Bækur”. Allavega…..ef einhver hefur semsagt ákveðið að lesa ekki Harry Potter vegna þess að þær eru barnalegar þá segi ég bara að þeir séu að gera mjög stór mistök. Bækurnar eru á allan hátt frábærar. Þær eru vel skrifaðar, fyndnar like hell, brilliant persónusköpun, spennandi, fjalla um skemmtilegt efni og eru svo lýsandi að mig langar mest af öllu til að fara í Hogwarts. Nú er fyrsta myndin að fara að koma í sumar og ég fer sko á hana á frumsýningu… Ég vona allavega að hún sé vel heppnuð.
Jæja, þetta er eiginlega svona wake up call til þeirra sem hafa ekki lesið þessa snilld. Ég segi nú bara við þá sem elska bækur en hafa ekki lesið þetta: “What´s wrong with you people??”

“Do I look stupid to you??” asked uncle Vernon with a bit of fried egg hanging from his moustache.
Harry Potter and the chamber of secrets. (setning sem kemur mér alltaf til að hlæja og ég vitna oft í :)

P.s. Ég veit að þeir sem hafa ekki lesið bækurnar halda að ég sé eitthvað Harry Potter freak en eina ráðið er bara að lesa bækurnar og þið munuð upplýsast og vera freaks með mér:)