ég er víst ein af þeim sem les góðar bækur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar!

ein af þessum bókum er Launhelgi Lygana eftir höfund sem kallar sig Baugalín.

Í þessarri bók segir hún frá erfiðri æsku,
grófri misnotkun af hálfu stjúpföður síns.
falleg og vel skrifuð bók.
Ef að maður byrjar að lesa, þá er erfitt að hætta og leggja bókina frá sér.
Þessi bók fer ekki úr höfðinu á manni!

Þessi góða kona byrjar frásögnina á því þegar mamma hennar og alvöru pabbi hittast á síldarvertíð fyrir austan.
Maður sér strax að ekki er allt með felldu þegar kemur að þessum blóðföður stúlkunnar.

maður sér söguna ekki aðeins frá hennar sjónarhorni, heldur er frásögnin víðfeðm og maður veit svo margt um aðrar sögupersónur.
Einnig fær lesandi góða innsýn í það hversu mikil breyting hefur verið á kerfinu síðan þessi saga gerðist s.s. á 60 og e-h, og hversu málin voru þögguð niður og fórnarlömb kynferðisofbeldis og misnotkunar voru útskúfuð og niðurlægð.

svo að ég fylgi eftir því sem ég var byrjuð á, þá byrjar bókin áður en hún fæddist, og hvernig staðan var á fjölskyldunni þá og lýsir vel bakgrunni hvers og eins sem kemur að.
og í lokin fer hún með manni yfir öll þau málaferli og hvernig staðið er að yfirheyrslum í sambandi við fórnarlömb kynferðisafbrotamnanna.
en það sem hún leggur mesta áherslu á, í sambandi við óánægju sína með kerfið, er fyrningartími svona mála.
því að hún kærði ekki ásamt hinum stúlkunum sem urðu fyrir barðinu á þessum sama manni, fyrr en aðalpersónan var komin yfir þrítugt.
þá var hennar mál löngu fyrnt,
og sú síðasta og yngsta má eiginlega segja að sé of ung til að hafa þann kjark og það þor sem þarf til að kæra svona lagað og gera upp mál á borð við þetta.

til að draga þetta allt saman,
þá má segja að þarna sé meistarastykki á ferð.

og ég mæli með því fyrir alla sanna reynslusögu- og ævisöguaðdáendur að lesa þessa,
hún veldur ykkur ekki vonbrigðum.

kv. Ellena
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?