Abarat höfundur: Clive Barker

Abarat fjallar um stelpuna Candy Quackenbush, hún er orðin dauðleið á lífinu í heimabænum sínum (Kjúklingabæ) og hatar skólann. Einn daginn rýkur hún út úr tíma eftir að hafa lent í útistöðum við kennara og labbar út fyrir bæinn sinn. Þá hittir hún skrítinn gaur - sem heitir Jón og á nokkra bræður sem eru á höfðinu á honum. Hann er strokufangi. Þá hefst ansi skrítin atburðarrás sem endar með því að Candy lendir í Abarat- öðrum heimi með mörgum eyjum sem hver tilheyrir einni klukkustund í sólarhring! Candy lendir í mörgu í Abarat og eignast vini sem og óvini. Lávarðurinn af miðnætti vill ólmur ná henni en Candy kemst alltaf undan. Bókin endar í lausu lofti (ætla ekki að segja hvernig samt :P) og ég allavega bíð spennt eftir næstu bók! Ég hef heyrt henni líkt við Lord of the rings bækurnar - en mér finnst það
nú ein mesta vitleysa sem ég hef heyrt á ævinni…..en það er annað mál!

Þessi bók er spennandi og bara ágæt í alla staði -
það er mynd á leiðinni og bók nr. 2 er komin út erlendis. Sá hana nú ekki á ensku á bókasafninu mínu en vona að hún komi þangað fljótt… ráðlegg öllum sem hafa áhuga á fáránlegum ævintýrum og furðuverum að lesa þessa skruddu :D


(offical síðan um bækurnar og höfundin er rosalega flott og endilega kíkiði á hana, grafíkin er cool
)