Fullorðið fólk man ekki hvernig það er að vera barn.
Samt staðhæfir fólk að það muni eftir því.
Það man það ekki lengur. Trúið mér.
Það hefur gleymt öllu.
Hvað heimurinn virtist miklu stærri.
Hvað það gat verið erfitt að klifra upp á stól.
Hvernig það var að horfa alltaf upp?
Gleymt.
Það man það ekki lengur.
Þú átt einnig eftir að gleyma því.
Stundum tala fullorðnir menn og konur um
Hvað það var skemmtilegt að vera barn.
Þau dreymir jafnvel að verða þannig aftur.
En hvað dreymdi þau um þegar þau voru börn?
Veist þú það?
Ég held að þau hafi dreymt um að verða loksins fullorðin.



Einkaspæjarinn, Viktor Getz fékk afar undarlegt verkefni í sínar hendur.
Hann hafði oft fundið, töskur,veski og myndavélar ferðamanna, en hann hafði aldrei leitað að börnum. Hin “stífu” hjón Esther og ??? Hartileb, ráða Viktor í að leita að sonum systur Estherar, sem lést skömmu áður. Esther vildi skilja drengina að og ákváðu þeir þá að stinga af.

Strákarnir Prosper og Bo (Bonifazius), búa í yfirgefna bíóhúsinu Stella, í Feneyjum.
Þegar móðir þeirra dó skyndilega, og Esther frænka þeirra, ætlaði aðeins að taka að sér Bo og senda Prosper á barnaheimili. Stungu þeir bræður af til Feneyja.
Nú búa þeir í Stellu með þrem öðrum börnum, Mosca, Riccio og Vespu (gælunafn).
Þau eru undir verndarvæng hins 14 ára gamla Sciðios, sem betur er þekktur sem Konungur Þjófanna.



Þetta er mjög skemmtileg bók og ég mæli eindregið með henni.
Hún er samt aðallega fyrir börn/unglinga á aldrinum 12-15 ára.