The Great Gatsby
F. Scott Fitzgerald

Ég er nýlega búinn að lesa bókina The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald og langar til að segja aðeins frá henni. Þetta er bók sem örugglega flestir hafa einhvern tímann heyrt um. Hún fjallar um ungan mann, Nick Carraway sem flytur til New York eftir að hafa búið í litlum bæ allt sitt líf. Tilgangur hans er að læra að stunda viðskipti. Hann þekkir Tom og Daisy sem hann fer að umgangast svolítið og eru þau rík og lifa mjög hátt, alltaf í veislum og með þjónustufólk sem gerir allt fyrir þau. Nágranni Nick’s heitir Gatsby og er hann alltaf með glæsilegar veislur þar sem fullt af fólki mætir. Einn daginn er Nick boðinn í veislu til Gatsby’s þar sem hann kynnist honum og verða þeir brátt félagar. Seinna kemur svo á daginn að Gatsby er sjúklega ástfanginn af Daisy og biður hann Nick um hjálp til að nálgast hana. En það á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér.

Ég vill ekki segja meira frá söguþræðinum því ég vill ekki eyðileggja neitt fyrir fólki sem ekki hefur lesið bókina. En bókin er mjög góð, ein af þessu klassísku ensku bókmenntum. Hún kom út 1925 og er hægt að flokka hana undir raunsæisstefnu þ.e. fjallar um óréttlæti samfélagsins. Megin þema bókarinnar er að fólk sem er ríkt verður spillt og lifir tilgangslausu lífi og er alveg sama um annað fólk. Hinsvegar er það að eiga draum og reyna að uppfylla hann það sem gefur lífinu gildi. Það sem gerir bókina einnig skemmtilega að mínu mati er að höfundurinn sjálfur, F. Scott Fizgerald og kona hans Zelda Fitzgerald voru sjálf hluti af þessari efri stétt samfélagsins sem þessi bók gagnrýnir. Þau voru ekki síður þekkt fyrir villt líferni sitt en bækurnar sem hann skrifaði.

En ég mæli með þessari bók fyrir alla sem hafa gaman af góðum klassískum bókmenntum.