Belladonna skjalið (The Rule of Four)
eftir Ian Caldwell og Dustin Thomason.

Ég fékk Belladonna skjalið í jólagjöf og hún er ótrúleg, las hana á um það bil tveimur dögum, þrjúhundruð blaðsíður. Bókin heldur manni við efnið allan tímann, þú setur hana ekki frá þér auðveldlega. Ég hef ekki lesið Da Vinci lykilinn en Belladonna skjalinu hefur verið líkt við hana.

Fyrir 500 árum voru fyrstu mennirnir myrtir til að varðveita leyndarmálið. Þetta stendur aftan á bókinni.

Bókin fjallar um gamla bók, Hypnerotomachia Poliphili[(i], sem maður nokkur skrifaði fyrir 500 árum. Í bókinni eru notuð nokkur tungumál, latína, gríska, ítalska og svo tungumál sem sjálfur höfundurinn, Francesco Collonna, bjó til.

Sagan gerist í Princeton háskóla, þar sem Thomas, aðalpersónan, er við nám. Hann hefur engan sérstakan áhuga á bókinni en faðir hans var búinn að starfa allt sitt líf við að reyna að leysa gátu bókarinnar en dó þegar Thomas var sextán ára. Thomas kynntist hins vegar öðrum nemanda að nafni Paul, munaðarleysingi, sem hafði gríðarlegan áhuga á bókinni. Einnig kynntist hann tveimur öðrum piltum mjög vel. Annar þeirra heitir Gil. Pabbi hans er bankastjóri á Manhattan eyju í New York og Gil á að taka við. Hinn drengurinn, Charlie, stefnir á að læknanám. Þeir Paul og Thomas reyna að leysa gátuna í sameiningu en á meðan gerist margt í háskólanum.

Menn reyna ekki bara að leysa gátuna í þessari bók, heldur líka að halda lífi sem reynist þrautin þyngri.

Ég gef þessari bók 9.5/10 - ég er strangur á bækur, og þetta sýnir, með að gefa þessari bók 9,5, að hún er frábær!