Grímuborgin er fyrsta bókin í bókaflokknum Stravaganza eftir Mary Hoffman.

Varúð! Það gætu leynst spoilerar í þessu…


Lucien er unglingsstrákur úr okkar heimi sem er með krabbamein. Lucien er í miðri lyfjameðferð, mjög máttfarinn og búinn að missa hárið. Hann sofnar eitt kvöld út frá hugsunum um Feneyjar. Hann er viss um að það sé draumur þegar hann vaknar í Bellezza, hliðstæðu Feneyja í öðrum heimi, en þar er hann stálhraustur og hárið á sínum stað. En lögmal tíma og rúms eru afbrygðileg og Lucien kemst að því að í þessum ókunna heim er 16. öldin þó að í hans heimi sé komin 21. öldin.
Upp frá þessu kemur hann næstum hverja nótt til Bellezza, þar sem hann lendir í ævintýrum og kynnist ýmsu merkilegu fólki: Aríönnu með fjólubláu augun, Rúdolfo þingmanni, Hertogaynjunni sem öllu ræður og mörgum öðrum.

Já ég vil ekki vera að segja mikið meira frá efni bókarinnar. En mér finnst þetta mjög góð bók, spennandi og skemmtileg fyrir krakka jafnt sem fullorðna :)