Dan Brown er þekktur fyrir frábæra bók sína Da Vinci lykilinn. Mig langar aðeins að fjalla um hann vegna útkomu bókar hans Englar og djöflar á íslensku.

Dan Brown byrjaði að skrifa spennusögur árið 1991. Fyrsta bókinn Digital Fortress fékk ekki sérstaklega góðar viðtökur. Dan Brown sagði að hann hafi verið að kenna þegar leyniþjónustan kom inn og tók einn drenginn fyrir að segjast vera orðinn leiður á pólitíkusum og vildi drepa Clinton á spjallrás daginn áður. Þetta atvik kom Dan Brown til að hugsa um tilgang leyniþjónustunnar og eitthvað af þeim hugsunum koma fyrir í Digital Fortress.

Bókin sem kemur honum hins vegar á toppinn er fjórða bók hans og sú þekktasta, Da vinci lykillinn. Það sem einkennir þessa bók er hversu djúpt er farið inn í allt og settir eru inn hlutir sem eru svo merkilegir að manni óraði ekki fyrir að þetta væri satt. Vinsældinar má einnig þakka því að gefin voru út 10.000 eintök fyrir fram og viðbrögðin urðu slík að það var beðið með óþreyju eftir henni.

Dan Brown er 38-39 ára gamall og sonur stærðfræðikennara og tónlistarkonu. Hann á heima í New Hampshire og á konu sem er listasagnfræðingur og myndlistarkona og hjálpar honum við rannsóknir hans fyrir bókaskrifin.

Ferill: Flutti til Los Angeles til að gerast píanóleiari og söngvari að loknu háskólaprófi frá Amherst College. Árið 1993 sneri hann aftur til New Hampshire til að kenna ensku. Árið 1996 gerðist hann rithöfundur í fullri vinnu og gaf út fyrstu bók sína Digital Fortess árið 1998. Árið 2000 kom út bókin Angels and Demons (Englar og djöflar) og árið 2001 tryllirinn Deception Point. Í mars árið 2003 kom Da Vinci lykillinn út og seldist í 6.000 eintökum fyrsta daginn. Nú er bókin mest selda harðspjaldabók sögunnar. Kvikmynd byggð á sögunni verður frumsýnd á næsta ári. Dan Brown neitar öllum viðtölum þar sem hann er að vinna að næstu bók sinni með Robert Langdon í aðalhlutverki en hún á að koma út árið 2005.

Sjálfur hef ég bara lesið Da Vinci lykillinn og Engla og djöfla en þó er ég að spá í að skella mér í hinar á ensku.