Það eru til margar bækur um Bert, þessar bækur fjalla allar um líf hans,eða þegar hann er að skrifa í dagbókina sína. Dagbók berts, Bert og bræðurnir, Bert og boysarnir, Fyrstu athuganir Berts, Fleiri athuganir Berts, Enn fleiri athuganir Berts, Afrek Berts, Játningar Berts, Bert og baðstrandargellurnar, Áhyjggur Berts, Vandamál Berts, Frelsun Berts, Bert og aðdáendurnir og síðast en ekki síst Bert babyface, Allar þessar bækur hafa komið út á undan Bert babyface. Höfundar þessara bóka eru Sören Olsson og Andres Jacobsson. Þessi bók var fyrst gefin út árið 1998 í Svíþjóð en kom ekki fyrr en árið 2002 til Íslands. Jón Daníelson þýddi bókina yfir á íslensku. Bókin er 183 bls.

Höfundarnir lýsa Bert sem ljóshærðum strák og með gleraugu og með hárið greitt upp að framan. Bert hugsar ekki um annað en stelpur. Hann hatar pabba sinn og er að vonast til að hann sé ekki alvöru pabbi hans. Hann á vini sem heita Áki, Litli Eiríkur og kærustu sem heitir Patricía. Bókin byrjar á föstudeginum 16. júlí og endar á sunnudagsnótt 10. ágúst.

Bókin fjallar um að Bert á að fara til Bandaríkjanna að hitta föðurbróður sinn sem heitir Janni. Hann er mjög ríkur. Hann býr í New York. Pabbi Berts er alveg á taugum því að hann er að fara einn til útlanda. Þegar hann kemur til Bandaríkjanna finnur hann ekki töskuna sína en sér alveg eins tösku og sína nema hvað það var ekki hans taska. Tollgæslumennirnir héldu að það væri sprengja í töskunni af því að hann vildi ekki taka töskuna. Þeir sprengdu töskuna úti á flugvelli og það flugu nærföt út um allt. En taskan sem hann var að leita af var full af kasettum sem Áki lét hann fá. Það voru upptökur af lögunum þeirra. Þeir voru saman í hljómsveit. Bert átti að láta öll útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum fá þær svo að þeir yrðu frægir en Bert nennti því ekki.

Bert er kominn til Bandaríkjanna og Janni á heima í risa blokk. Það var strákur sem átti heima í sömu blokk og Janni sem hét Kevin Red. Hann var algjör húmoristi og hló af öllu. Bert sagði við hann á ensku að hann héti Burt Young og hann hló og sagði Burt Babyface. Janni er mjög upptekinn maður og vinnur mikið og pantar alltaf mat heim og eldar örugglega aldrei.

Bert eignaðist fleiri vini sem hétu Assholur, Bull, Brian, Douglas, Norman, Maria og Sugar. Þau voru alltaf á kaffihúsi sem hét Wellingtons. Bert verður hrifinn af Sugar og Sugar verður hrifin af honum. Þau byrja saman en en Bull verður fúll af því að hann var hrifinn af Sugar, hann var alltaf að horfa á Bert mjög reiðilega. Eitt hvöldið þá var Bert á Wellingtons og heyrir að hljómsveit byrjar að spila eithvað þá fattaði hann að þessi lög sem þeir voru að spila voru lögin sem Bert og Áki sömdu. Honum brá og hann spurði þá hvar þeir hefðu fengið þessa tónlist þá sögðu þeir að þeir hefðu tekið vitlausa tösku á flugvellinum.

Næsta dag fer Janni með Bert og Cynthiu út að borða á dýrasta veitingastað í borginni en dyravörðurinn hleypti honum ekki inn því að Bert var ekki með bindi. Janni varð alvag brjálaður og fór næsta dag með þau aftur og lét Bert hafa bindi og pantaði síðan dýrasta matinn á staðnum.

Seinna fattar Bert af hverju Janni er svona ríkur en ekki pabbi sinn. Þeir keyptu saman lottómiða og unnu stóra vinningin og skiptu peningunum á milli sín. Janni stofnaði fyrirtæki með þessum peningum en pabbi hans Berts lét alla þessa peninga í einhverjar hjálparstofnanir og græddi ekki neitt. Bert varð fúll og vissi þá að þessi Helgi Bul sem allir voru að tala um en enginn vissi hver Helgi Bul væri í raun og veru pabbi hans Berts. Bert fór heim til Svíðjóðar aftur og spurði pabba sinn um þetta og þá glotti pabbi hans og sagði að þetta væri satt. Hann fattaði að pabbi hanns var ekki eins slæmur og hann hélt. Þegar hann kom heim biðu Áki, Litli Eiríkur og Patricía eftir honum og buðu hann velkominn og Áki spurð hvort hann hefði dreift spólunum en sagði bara já af því hann vildi ekki valda honum vonbrigðum.

Þegar Patricía fattaði að Bert hafi byrjað með Sugar þá varð hún brjáluð en kældi sig síðan niður og sagði að hún hefði líka byrjað með strák. Bert varð alveg snælduvitlaus og spurði hvort þau hefðu gert eitthvað saman en Patricía gerði ekki neitt með honum og þau hættu að rífast og byrjuðu að kyssast og urðu aftur vinir.