Núna átti maður afmæli á dögunum og ég fékk þessa bók að minni ósk. Þess ber þá að geta að hún er á ensku, en ég trúi að hún heiti Barist við ókunn öfl á íslensku. Bókin er eftir Eoin Colfer.

**Spoiler, ekki lesa lengra nema þú hafir lesið bókina**

Bókin fjallar um Cosmo Hill. Í byrjun bókarinnar býr hann við mikla kvöl á Clarissa Frayne munaðarleysingjahælinu. Þar eru börnin notuð til alls skyns tilrauna.

Einn örlagaríkann dag sleppur Cosmo og hleypur í burtu, en hann lendir í heldur miklum ógöngum, og er nær lífi en dauða.

Þá sér hann bláar verur sjúga eitthvað út úr sér. Þá koma þriggja manna flokkur sem kalla sig the supernaturalist. Þeir skjóta þessar litlu verur af honum, en hann er nú farinn að sjá verurnar.

Þá tekur við ýmist, allt frá veiðum á þessum framandi verum til fróðleiks sem byltir starfi þeirra.

Að sjálfsögðu er þarna líka vonda manneskjan, valdabarátta og allt því sem því fylgir.

**Spoiler búinn**

Þessi bók er að mínu mati allsæmileg, þó maður hafi nú lesið betri bókmenntir yfir tíðina, þessi bók stenst engan veginn samanburð við Artemis Fowl bækurnar eftir sama höfund, einhvern veginn vantar kaldhæðnina sem prýðir þær.

***/*****
-Amon