Ekki segja frá er blanda af þremur sögum held ég….sannsögulegar.

Þetta er um misnotkun af skyldmenni, dópneyslu og hvernig sumir menn fara með konurnar sínar, og hvernig allt bjargast á endanum ef reynt er vel ;)

Þrælgóð bók eftir Írisi Anítu um stúlku sem heitir Saga, sem vaknar á sjö ára afmælisdaginn og þann dag breytist allt lífið hennar. Þennan dag fær hún líka að vita að hún sé að fara eignast systkini. Hálfbróðir hennar breytir lífi hennar og það veldur því að Saga leiðist á seinni árum út í dóp og kynnist þeim heimi nokkuð vel.

Hún verður fyrir nauðgun vegna dópneyslunnar og svo toppar það allt þegar hún nælir sér í skíthæl sem kærasta, þó svo að hann virðist vera voðalega indæll í fyrstu.

Svo er hún í vinnu hjá frábærum eldri mann sem heitir Jón og er rosalega góður vinur henar. Hún afrekar að bjarga að minnsta kosti tveimur manneskjum :)

Þetta er grípandi saga sem allir ættu að lesa, og ég segi það satt að þegar þú ert kominn aðeins inn í bókina geturðu bara ekki hætt að lesa fyrr en hún er búin :)

Mæli sterklega með þessari bók ;)

Takk fyrir mig :P
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"