Mér finnst Stelpur í strákaleit rosalega góð bók. Hún er ekki beinlínis ný, en eigi að síður… Ég hef lesið hana tvisvar sinnum.

Bókin er um stelpu og tvær vinkonur hennar. Stelpan heitir Ellie og hún er dálítið lítil, feit og klunnaleg. Hún á eins og ég sagði tvær góðar vinkonur, eina síðan þær voru litlar - hún heitir Nadine. Nadine er í gotneskum stíl og er grönn og langt svart hár. Svo á hún aðra vinkonu sem heitir Magda sem hún kynntist fyrir u.þ.b. þremur árum minnir mig og hún er svakaleg pæja; hún er mjög sæt og hún á öll nýjustu fötin og flottustu skóna og mamma hennar og pabbi ofdekra hana. Samt er hún afar indæl.

Þær kynnast allar strákum en ekki gengur allt að óskum. Ég get ekki sagt meira því það eyðileggur lesturinn.

Þessi bók er skemmtileg til lestrar, getur verið sorgleg og ekki síst fyndin. Bókin Stelpur í strákaleit kennir þér líka eitthvað í leiðinni.

Það eru til þrjár bækur sem eru framhald af þessari bók og ég á eftir að senda inn grein um hverja bók einhvern tímann :D

En endilega lesið bókina. Ef þið eigið hana ekki getur vinur ykkar átt hana, bókasafnið í skólanum eða bókasafnið í bænum þínum!

Höfundur bókarinnar er Jacqueline Wilson.

Lestu
he's very sexy