Bókin Englar og djöflar eftir Dan Brown finnst mér alveg frábær! Ég rétt náði henni á bókasafninu í kópavogi og las hana í spretti. Flottur söguþráður, frábærar hugmyndir og endir sem enginn hefði búist við. Mér finnst hún ekkert á eftir da vinci lyklinum. Sagan gerist í Róm og er aðalsöguhetjan Robert Langdon sem er táknfræðingur. Bókin gerist öll á einum sólarhring, atburðarrásin er hröð og frekar flókin. Páfagarður kemur mikið við sögu og er mjög mikilvægur. Það er erfitt að skilja sumt í bókinni og ég mæli með því að sökkva sér alveg ofaní hana og hafa frið í kringum sig.

Hlakka mikið til að næsta Dan Brown bók komi á íslensku, ég nenni ekki að lesa hana á ensku.

Það var eitt sem mér fannst skrítið þegar ég var að spurja um bókina í Kópavogi. Ég er 14 ára og finnst gaman að lesa spennu og glæpasögur fyrir fullorðna. Ég fór og spurði bókasafnsvörðin hvort Englar og djjöflar væru inni og líka nýja bókin eftir Arnald. Hún varð eiginlega bara hissa og spuði hvort að þær væru fyrir mig. Það eru ekki allir unglingar sem vilja bara lesa unglingabækur sem að mér finnst margar vera svo líkar, um einhverja óvinsæla krakka sem verða svo vinsælir og kynlíf og svoleiðis. Ég er kannski bara svona sérstök…….
Trínan