Dularfullar vísbendingar Bókin fjallar um Höllu Adams, 15 ára stelpu sem hefur yndi af ráðgátum og dularfullum atburðum. Hún á enga vini vegna þess að hún er nýbyrjum í nýjum skóla og ákveður þess vegna að reyna að stofna spæjarafélag. Hún setur upp auglýsingu og Linda og Tinna ganga til liðs við hana. Þær verða fljótt mjög góðar vinkonur og þegar þær rekast á vísbendingar um hvítklæddu konuna ( gamalt málverk ) lenda þær í ævintýri sem er þó rammasta alvara. Tekst þeim að finna upprunalegu myndina? Hvaða maður eltir Davíð á röndum? …




Okei ég ætla ekki að segja meira :) því það spillir söguþræðinum, vinkona mín benti mér á þessa bók, ég var ekkert áfjáð í að lesa hana en komst að því að hún er bara stórskemmtileg og ágætlega spennandi. Fín bók til að setjast niður og lesa þegar manni leiðist í verkfallinu :P


kv. SiggaGrange