Ég las þessa bók fyrir nokkrum árum og fannst hún bara helvíti góð svo hér kemur smá um hana.
Hún fjallar um Rowenu sem er mállaus stelpa sem er að byrja í nýjum skóla. Hún var áður í sérskóla en honum var lokað. Mamma hennar dó þegar hún fæddist þannig að hún á bara pabba sinn að. Henni líkar mjög vel við pabba sinn en það sama á ekki við restina af heiminum sem að hatar sönginn hans, skærlitu skyrturnar hans og framkomu hans.
Rowena er alltaf kölluð Ro en pabbi hennar kallar hana Tontó. Henni gengur ekki vel fyrsta daginn í skólanum treður meðal annars frosk upp í kjaftinn á krakka sem að er að pirra hana og læsir sig svo inni í ritfangaskáp.
Hana langar að eignast vinkonu en besta vinkona hennar Erin dó fyrir meira en ári.
Bókin fjallar um það hvernig Ro reynir að útskýra fyrir pabba sínum að hún skammist sín fyrir hann, tilraunir hennar til að eignast vinkonu og hvernig það er að allir haldi að þú sért einhvert líknarverkefni eða þroskaheftur vanskapningur bara út af því að þú ert mállaus en getur í rauninni spjarað þig ágætlega.
Góð bók fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára. Skítköst ekki vel þegin.