Hæ :) Hér ætla ég að hafa smá umfjöllun um bókaflokkinn Börn Jarðar!


Fyrsta bókin “Þjóð bjarnarins mikla” ( The Clan of the cave bear ) fjallar um Aylu. Stúlkuna af ættflokki “hinna” sem er semsagt nútímamaðurinn. Eftir að foreldrar Aylu látast í jarðskjálfta reikar hún um 4 ára bjargarlaus, er hún kemur út á slétturnar lendir hún í hellisljóni. Hún treður sér innan í sprungu en ljónið nærað klóra hana í lærið. Seinna, þegar ljónið var farið fer hún út og á endanum líður yfir hana á ferð sinni af þorsta, hungri og þreytu. Hópur af Neanderdalsmönnum ( flathöfðum ) sem var að leita sér að nýjum helli finnur hana og töfralæknirinn í hópnum aumkar sig yfir hana og tekur hana með sér. Ég ætla ekki að kjafta meira frá söguþræðinum fyrir þá sem ekki hafa lesið þessar bækur. En þessi fyrsta bók er semsagt um uppvöxt hennar hjá flathöfðunum. Önnur bókin “Dalur hestanna” fjallur um þegar að Ayla hefur yfirgefið ættflokkinn til að finna “hina” og þegar hún sest að í Dal hestanna, kynnist manninum Jondalar af kyni “hinna” og hefur nýtt líf. Bækurnar eru minnir mig 6 en aðeins 5 eru komnar út á íslensku! ( 3. Mammútaþjóðin, 4. Seiður sléttunnar, 5. Hellaþjóðin ) Þar sem að ég er ekki nógu góð til þess að lesa 6 bókina á ensku þá hef ég ekki lesið hana en ég fullvissa ykkur um að hinar bækurnar eru æðislegar og frábærar og ég ráðlegg hverjum og einum sem langar að sökkva sér niður í sófann með góða bók og kippa þessum með í næstu bókasafnsferð! Á köflum geta þær þó orðið svolítið langdregnar en hitt bætir það allt upp! Höfundurinn, Jean M. Auel byggði þessar bækur á vísindalegum staðreyndum en síðan fléttast skáldsagan og vísindadæmið saman í afbragðs sögu.


Semsagt, hvet alla til að lesa bókaflokkinn um Börn jarðar eftir Jean M. Auel!


kv. Ice