Jeffery Deaver: The Vanished Man/The Blue Nowhere Núna síðastliðið ár var það fyrst sem ég tók mig til að fara að lesa almennilega, og hef ég alltaf valið enskar spennubækur. Ég hef komist að því að JEffery Deaver, sem skrifaði t.d bókina The Bone Collector sem er nu mynd með Denzel Washington, er einn besti spennurithöfundur að mínu mati og er alveg ótrúlega skemmtilegt hvernig hann flækir úr málunum, þannig að maður getur aldrei þóst vita hvað gerist.
Ég ætla að fjalla um tvær bækur eftir manninn, og eru þær mínar uppáhaldsbækur eftir Deaver. Það eru bækurnar The Vanished Man, og The Blue Nowhere.

The Vanished Man 4.5/5

The Vanished Man fjallar um Lincoln Rhyme (Sem leikinn var af Denzel Washington í Bone Collector) og Amelia Sachs (Leikin af Angelinu Jolie í the Bone Collector)er þau reyna að ná raðmorðingja áður en hann drepur aftur. Það hljómar auðvitað klisjukennt en það heppnast svo til að morðinginn er geðbilaður galdramaður, og kýs að drepa fórnarlömb sín með galdrabrögðum og til að nefna eitt dæmi um hvernig fór fyrir einu fórnarlambi hans, að til er bragð hjá galdramönnum sem nefnist Lazy Hangman. Það felst í því að galdramenn binda reipi í kringum hálsin, binda hinn endann við fæturnar, liggjast á magann og þurfa að losa sig án þess að hreyfa sig því í hvert skipti sem fæturnar hreyfast, herðist reipið um hálsin. En jú þetta gerði hann við eitt fórnalamb sitt, sem án efa kyrktist.
En þetta var bara eitt dæmi um brögð hans og eiga þau Rhyme og Sachs erfitt með að ná honum því hann er einnig dúlbúningsmeistari sem getur breytt um útlit (með búningum og farða) innan við 10 sek.
Þeir sem séð hafa The Bone Collector eða lesið Lincoln Rhyme spennusögur eftir Deaver vita sv auðvitað að Lincoln Rhyme er lamaður fyrir neðan háls og er því fastur í hjólastól.
Frábær spennusaga með frábærum persónum, og flækjurnar eru alveg ótrúlegar. Frábær bók, ekta Deaver saga.

4.5/5
———-

The Blue Nowhere 5/5

Þessi bók finnst mér alveg hreint út sagt snilldarverk sem ég hef lesið þrisvar sinnum síðan ég keypti mér hana og verður hún aðeins betri í hvert skipti.
The Blue Nowhere fjallar um tölvuþrjót (Hacker) sem kallar sig Phate. Ekki er nóg með það því Phate kallinn er raðmorðingji sem njósnar um fórnarlambið í gegnum tölvu, lærir allt, þá meina ég ALLT, um fórnarlamb sitt, og leiðir það svo í gröfina. Phate sér ekki aðra veröld en tölvuveröldina, og er geðbilaður að því leyti að fyrir hann er þetta bara einn stór leikur, og verða morðin því að vera erfiðari og erfiðari fyrir hann, sem þýðir erfiðari og erfiðari að leysa fyrir lögregluna.
Lögreglan kallar til CSPCCU, eða California State Police Computer Crimes Unit, til að rannsaka málið, en það er mjög fámenn deild má segja og fá þau í lið með sér þá félagana Frank Bishop og Bob Shelton, ´rannsóknarlögreglumenn.
Þegar formaður tölvudeildarinnar hja CSPCCU er drepinn af Phate ákveður deildin að fá úr fangelsi, einn besta tölvuþrjót sem þekktur er, Wyatt Gillette, eða Valleyman eins og hann kallar sig. Gillette er einnig óeðlilega heltekinn af tölvuheiminum.
Þessi bók er alvöru spennusaga með frááááábærum flækjum, og leiðist manni ekki eitt augnablik við að lesa þessa.

Ég hvet alla til að næla sér í eitt eða fleiri stykki af Jeffery Deaver spennusögum, en aðrar bækur eftir hann eru t.d

The Bone Collector
The Coffin Dancer
The Empty Chair
Shallow Graves
Speaking in Tongues

Og margar fleiri.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.