Mig langar í nokkrum orðum að gera grein fyrir skáldsögunni Dansar við úlfa eftir bandaríska rithöfundinn Michael Blake. Sagan gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum eða í kjölfar hennar (um eða eftir 1865). Hún segir frá hermanni í her Norðurríkjanna, John Dunbar, sem vinnur hetjudáð í styrjöldinni og er launað með stöðuhækkun. Ákveður Dumbar við það tilefni að fara þess á leit við heryfirvöld að fá að halda til herstöðvar, sem staðsett er í ónumdu landi. Ósk Dunbar er gagngerð til að fá loks tækifæri til að berja augum óbyggðir Norður-Ameríku í síðasta sinn áður en hvíti maðurinn sölsar þær undir sig.
Dunbar er sendur af vitstola hershöfðingja til yfirgefinnar og mannlausar herstöðvar (Fort Sedgewick), sem er í niðurníðslu. Skyldurækni Dunbar verður til þess að hann sest að í herstöðinni, öruggur um að á næsta leiti sé væntanlegur þangað liðsauki af bandarískum hermönnum.
Líður og bíður en enginn kemur liðsaukinn. Dumbar vingast við flokk Kómansa-indíána, sem hefur búsetu skammt frá herstöðinni. Í byrjum eru samskiptin mjög stirð, en indíánarnir eru ekki vissir í sinni sök að skynsamlegt sé að stofna til samskipta við hermann af hvítum stofni. Meðal Kómansanna er kona af hvítum stofni, sem alin hafði verið upp hjá þeim frá barnæsku (foreldrar og systkini höfðu verið drepin af herskáum indíánum). Kona þessi nefnist Stendur með hnefa og greiðir mjög fyrir samskiptum Dunbar og Kómansanna.
Sagan felur í sér nokkra gagnrýni á framgöngu hvíta mannsins og ásókn hans í landssvæði en Dunbar, sem innst inni er friðsamur maður, líkar ekki í öllu framganga hvíta mannsins. Dumbar til að mynda fyrirlítur hvíta manninn fyrir yfirgang við indíána og virðingarleysi fyrir umhverfinu. Öðru fremur finnst mér hins vegar sagan vera nokkurs konar uppgjör manns sem leitar sjálfs síns, og þarf að lokum að taka ákvörðun hvort hann eigi að snúa til fyrra lífs eða helga sig lífi indíána.
Skáldsagan kom út árið 1988 og hefur verið íslenskuð og útgefin af bókaútgáfunni Fjölva. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um ágæti sögunnar en í einu orði sagt er hún einstök. Gerð var kvikmynd eftir sögunni árið 1990. Sú kvikmynd var enn fremur einstök, en henni var leikstýrt af Kevin Costner, sem auk þess lét aðalhlutverkið.