Rebecca eftir Daphne du Maurier Smá grein um bók sem ég las fyrir ensku í skólanum, skrifaði líka á korkinn hvort einhver ætti glósur úr þessari bók. Ég hef bara lesið þessa bók á ensku og í styttri útgáfu (skólaútgáfu…)


Rebecca er eftir rithöfundinn Daphne du Maurier. Bókin var fyrst gefin út árið 1938. Þessi bók er skrifuð í 1. persónu, þ.e. það er alltaf sögumaður sem segir frá og lesandinn sér oftast sjónarhorn sögumannsins. Sögumaðurinn er kona um tvítugt sem er aldrei nefnd á nafn – og það gengur alveg upp, bókin er það vel skrifuð.

Í byrjun sögunnar er sögumaður fátæk og munaðarlaus og er “companion” hjá eldri konu, Mrs. van Hopper. ( a companion er einhverskonar fylgdarkona, ekki vinnukona – þrífur ekki eða neitt svoleiðis heldur er bara félagsskapur, spilar við Mrs. van Hopper, fer með henni í búðir, á veitingastaði og fleira og fær borgað fyrir það). Sögumanni líkar ekki vel við Mrs. van Hopper og vill helst fara frá henni. Sögumaður verður yfir sig ástfangin í manni að nafni Maxim de Winter og það fer svo að þau giftast og sögumaður er laus við Mrs. van Hopper. De Winter er nokkuð eldri en sögumaður en henni er sama. De Winter hafði verið kvæntur áður en sú kona var dáin. Hún hét Rebecca. De Winter og sögumaður fara svo til Manderley sem er óðal sem de Winter á. Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum, þið verðið bara að lesa bókina :o)

Það er ýmislegt athyglisvert í þessari bók. Eitt er til dæmis að það er alltaf eitthvað sem minnir á Rebeccu; nafnið hennar skrifað með stóru, svörtu err-I, srifpúltið hennar, regnjakkann hennar, vasaklútinn hennar o.s.frv. Svona litlar minningar um Rebeccu eru alltaf að koma aftur og aftur í sögunni.
Annað er hvað höfundi tekst vel að koma sögunni áfram án þess að láta lesandann vita um nafn sögumanns. Ef hún er kölluð eitthvað í samtölum við annað fólk þá er það alltaf bara “þú” eða “Mrs. de Winter”.
Það þriðja er að sagan er sífellt að koma lesendanum á óvart, sem gerir bókina mjög spennandi.
Til að skilja sögunna alveg og detta soldið inn í atburðarrásina, verður lesandinn að lesa svolítið gegnum línurnar, pæla soldið í því hvað hver segir eða hugsar.

Helstu persónur sögunnar eru sögumaður, Maxim de Winter og Mrs. Danvers. (Rebecca kemur aldrei fyrir, hún er aðeins nefnd á nafn).
Sögumaður er í fyrstu óörugg, hrædd, lítil í sér og með mjög lágt sjálfsálit. Seinna í sögunni lítur hún svo á að hún hafi þroskast við dvölina á Manderley…
Maxim de Winter er ekki mjög gott að lýsa, persónuleika hans er ekki lýst mjög vel. En hann er stoltur og talar ekki mikið.
Mrs. Danvers er ráðskona á Manderley, eldri kona, dökk yfirlitum, dökkklædd og brosir aldrei – nema hæðnisbrosi. Mrs. Danvers er mjög óvingjarnleg við sögumann því henni finns að sögumaður sé að taka pláss Rebeccu. (Mrs. Danvers hélt mjög mikið upp á Rebeccu). Enskukennarinn benti okkur líka á að í raun er Mrs. Danvers djöfulleg í skapi – hún heitir Danvers og djöfullinn heitir á ensku devil…hér hlýtur að vera einhver tenging.

Rebecca hefur verið kvikmynduð tvisvar og fyrrri myndin vann m.a. nokkur Óskarsverðlaun, held ég árið 1940.
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.