Spellsinger er fantasía eftir Alan Dean Foster. Hún er fyrri bókin af tveimur (eða ég held að þær séu bara tvær) en hin bókin heitir Hour of the gate. Foster skrifaði líka Alien..

Mikil ógn vofir yfir heiminum svo að galdra“karlinn” Clothahump eygir enga von nema að hann nái í “annan”. Aðeins “annar” (galdramaður frá öðrum heimi) gæti bjargað þeim. Og þar sem víddir og tími eru aðeins smámál fyrir þá sem kunna fræðin þá nær Clothahump í annan. Þannig dregst Jon-Thom, frá okkar heimi, inn í heim þar sem dýr ganga og tala rétt eins og menn. En getur verið að eitthvað hafi farið úrskeiðis? Laganeminn og rokkgítarleikarinn Jon-Thom veit ekkert um galdra og er þar að auki í fyrstu viss um að þessar “ofskynjanir” séu áhrifin af dópinu…
En eins og hann kemst að þá er þetta ekki bara einhver víma. Hann kynnist fullt af áhugaverðum karakterum, t.d. otrinum Mudge, skjaldbökunni og galdramanninum Clothahumo, hinni mennsku og rauðhærðu Taleu og fleirum.
Þar sem Jon-Thom er fastur í þessum heimi þá getur hann alveg eins bjargað þessum heimi (og kannski hans eigin heimi líka) heldur en að væla yfir að komast ekki heim. Þess vegna leggur hópurinn af stað í krossferð, til að ferðast um staði þar sem engin lífvera með jafnheitt blóð hafði verið og eyða þessu ógnandi afli sem kemur frá hinu ógnvekjanlega Greendown svæði..

Ok ég veit þetta hljómar eins og algjört crap eða barnabók en þetta er allt öðru vísi en maður heldur fyrst..