Mister Monday Mister Monday er eftir einn af uppáhalds höfundum mínum Garth Nix. Bækurnar hans eru á ensku, en loksins er farið að selja þær hér á landi. Mister Monday er ný sería og verða bækurnar alls sjö. Þetta er mjög góð fantasía og ég get varla beðið eftir framhaldi!
Arthur er í sjöunda bekk og er að byrja í nýjum skóla. Hann þjáist af slæmum asma og auðvitað er skólahlaup á Mánudags morguninn. Íþróttakennarinn hlustar ekkert á hann og Arthur verður að hlaupa með. Hann fær asmakast en sem betur fer hjálpar stelpa honum en skilur hann eftir til að sækja hjálp. En þá birtast tveir furðulegir menn. Mister Monday og Sneezer þjóninn hans. Mister Monday er plataður af the Will til að láta Arthur fá the lesser Key. Þegar Mister Monday er farinn er Arthur ennþá með the Key og kemst að því að hann hefur ýmsa nytsamlega hæfileika. En eftir þetta fara undarlegir menn með furðuleg andlit sem líkjast hundum að elta Arthur. Enginn getur séð þá nema Arthur og reyndar tvö systkyni sem eru skyggn eða eitthvað. Þessir hunda líku menn vilja fá the lesser Key og rétt eftir að þessir menn koma er óþekkt plága komin á stjá, plága sem lætur fólk sofna svo það vaknar ekki upp aftur. En á Mánudegi einum þegar Arthur mætir aftur í skólann eftir asmakastið er maður að nafni Monday’s Noon komin einnig á stjá til að ná the Key aftur. Arthur fær skilaboð frá the Will að fara inn í furðulegt hús. Þar fær Arthur svar við spurningum sínum.
Hvað er the lesser Key? Hvernig losnar fólkið við pláguna? Hver er Mister Monday og the Will? Það kemur allt í ljós.

The keys to the kingdom.
Seven days. Seven keys.
One mysterious book.
One strange hose filled with secrets.

Dare Arthur enter and accept the
Fate that awaits within?

kv. Ameza
kveðja Ameza