Englar Alheimsins er skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson. Sagan gerist á mjög stóru tímabili, eða u.þ.b. 30 árum. Þann 30. mars árið 1949 gekk Ísland í NATÓ, og þann sama dag fæddist aðalpersóna bókarinnar, hann Páll Ólafsson. Á þeim tímum var samfélagið allt öðruvísi en það er í dag – fátækt var tíð, enda stríðið nýbúið, og tæknin allt öðruvísi.

Páll fæddist, eins og áður sagði, á Landspítalanum við Hringbraut þann 30. mars árið 1949. Hann ólst upp á góðu heimili þar sem hann skorti ekki neitt og átti marga góða og trausta vini. Faðir Páls var leigubílsstjóri og móðir hans heimavinnandi. Besti vinir Páls voru Gulli, Jói, Siggi, Daníel og Skúli. Faðir Gulla hét Bergsteinn og var listmálari en einnig mjög handlaginn. Hann málaði landslagsmyndir og oftar en ekki var Kleppur á þeim myndum, það var til þess að enginn vildi kaupa myndirnar af honum. Benni var pabbi Sigga og Jóa og hafði mjög gaman af skotveiði og skútum. Hann átti skútu sem hann sigldi stundum á og þá fóru Siggi og Jói saman og sátu í grasinu og horfðu á pabba sinn sigla inn í höfnina. Páli og Sigga fannst frábært að höndla skotvopn Benna, en eitt sinn fór það út í öfgar. Þeir voru að beina skotvopninu að hvor öðrum, en þá tók Benni byssuna af þeim og sagði þeim að gera þetta aldrei aftur – en seinna, þegar hann hættur er að nota byssuna, þá fá þeir hana. Einn daginn var Benni að keyra heim úr vinnu, á sama tíma og venjulega, en hann fékk slag á miðri götunni og keyrði á – hann lést samstundis. Páll kom að bílnum og sá Benna alblóðugan í framsætinu – ég tel það hafa haft einhver áhrif á geðveiki hans seinna meir.

Ragnar, frændi Páls, var fyrrum gæslumaður á Kleppi en var rekinn fyrir að gefa sjúkling jólaköku. Það var reyndar bara yfirþylming á brottrekstri hans, læknar og annað starfsfólk var orðið pirrað á honum því hann var sífellt að mótmæla því hvernig þau voru með sjúklingana. Í menntaskóla kynntist Páll þeim Rögnvaldi og Arnóri, það má segja að sú vinátta hafi endst alveg til dauðadags. Rögnvaldur gekk um í rykfrakka og talaði yfirleitt mjög forna íslensku. Hann hafði mikið yndi af íslendingasögum, og þá sérstaklega sögum af Agli Skallagrímssyni. Arnór var frekar venjulegur unglingur, spilaði á gítar í danshljómsveit og var hávaxinn. Páll gekk í ‘Læra Skólann’, Menntaskólann í Reykjavík, en hætti í námi vegna þess að hausverkir og vanlíðan jókst. Á þessum tíma í sögunni byrjar geðveikin að segja til sín. Páll kynntist stelpu, henni Dagnýju, og varð fljótt yfir sig ástfanginn. Dagný virtist vera sama sinnis – hún lét allavega þannig. Þegar sambandið var orðið alvarlegt sveik Dagný Pál á andstyggilegan hátt. Pabbi Dagnýjar var embættismaður og móðir hennar mjög snobbuð. Dagný bjó í kjallaranum hjá foreldum sínum. Dagný fór í Háskóla og kynntist þar helling af fólki. Páll gekk oft að húsinu hennar, í þeim tilgangi að tala við hana og kannski fá hana með sér út, en hún annað hvort svaraði ekki bjöllunni eða sagðist vera upptekin. Páll komst nú samt stundum inn til hennar, þegar hún gat ekki búið til afsökun á met-hraða, og þá reyndi hann eins og hann gat að bjóða henni í bíó, böll o.fl.

Páll vildi bjóða Dagný á stórdansleik, en hún sagðist ekki vilja fara – hún vildi heldur fara með honum í bíó. Páll varð alveg ótrúlega glaður og gat ekki beðið eftir að fara með henni í bíó. Páll mætti fyrir utan bíó-ið tímalega og beið eftir Dagnýju, en hún mætti ekki. Páll gekk þá að stórdansleiknum og sér Dagný þar með einhverju fólki. Þarna tel ég Pál sýna fyrstu merki um geðveikina – fyrir utan þegar honum fannst blóð streyma úr eyrum sínum og fann viðeigandi verki. Páll byrjaði að öskra á heimilisfólk og beitti faðir sinn, o.fl. ofbeldi, hann sá líka ofsjónir. Móðir hans og faðir höfðu engin önnur ráð en að láta loka hann inn á Kleppi – þó að þau vissu alveg hvað gekk á þar inni.

Inni á Kleppi kynntist Páll þeim Pétri, Óla og Viktori. Pétur ‘veiktist’ á mjög slæmum tíma. Jóhanna, heitkona hans, gekk með barn þeirra og ég held að það hafi verið það sem fékk Pétur til að ganga inn í veröld þeirra vitskertu. Pétur taldi sig hafa flogið til Kína og skrifða doktorsgráðu við Pekingháskóla. Óli, sem var nefndur Óli Bítill, hélt því fram að hann hafi samið öll Bítlalögin og sent John og félögum þau í gegnum hugskeyti. Viktor var mjög fróður maður, hafði lesið mjög margar bækur, og taldi sig stundum vera Hitler. Viktor gerði oft grín að Pétri og þessari ‘ritgerð’ sem hann átti víst að hafa gert, og einnig að ‘fluginu’ hans. Páll var mjög góður vinur Péturs og ákvað því að fá þessa ritgerð frá Háskóla Ísland – því að Pekingháskóli hafði örugglega sent hana til þeirra. Þeir fengju bæjarleyfi með Eysteini, nýja vaktarmanninum, og gengu að skólanum, en enga ritgerð var að fá. Þeir tóku þá smá göngutúr að húsi Jóhönnu og þá fékk Pétur að sjá dóttur sína í fyrsta, og síðasta, skipti.

Páll vaknaði, það var kalt inni í þeirra litla svefnherbergi. Hann kallaði á Pétur, en engan Pétur var að finna – glugginn var opinn og Pétur hafi hoppað út. Lögreglan fann lík Péturs seinna um nóttina. Viktor, Óli og Páll fengu leyfi til að fara, án vaktarmanns, í jarðarför Péturs. En þeir fóru ekki í hana, heldur fóru þeir á flottasta grill sem Reykjavík hafði upp á að bjóða og pöntuðu alla fínustu réttina – en áttu auðvitað ekki aur. Lögreglan kom að sækja þá og þeir voru skammaðir verulega og lækkuðu sjálfsagt verulega í áliti hjá læknum Klepps.
Páll ‘útskrifaðist’ af Kleppi og þá tók alvaran við. Hann reyndi að finna sér vinnu en fátt að var að finna. Hann fór á örorkubætur og flutti inn í Öryrkjablokkina þar sem hann endaði líf sitt. Páll gekk mikið um bæinn á þessum tíma í stað þess að láta sér leiðast inni í íbúðinni sinni. Hann mætti Óla stundum og þeir töluðu saman. Eitt kvöld var Páll að fá sér að borða niður í bæ þegar tveir göturæflar ganga að honum og taka matinn hans. Þeir taka allan peninginn hans og hóta honum með hníf – Páll þekkti þá, hann kallaði þá Kidda og Sæma. Páll labbar leiður og þunglyndislega að heimili sínu og sest upp í rúm. Hann gerði ýmsa hluti en síðan framdi hann sjálsmorð og fór burt úr þessum vesæla heimi, sem hafði ekki gert neitt annað en að draga hann niður þessi síðust ár…..

Mér fannst þetta vera mjög falleg bók. Hún sýndi á sinn hátt tilfinningar Einars til bróður síns og hvernig hann endurspeglar alvöruna. Englar Alheimsins er á sinn hátt sjálfsævisaga, þó að Einar sé ekki Páll. En það er samt eins og Páll sé að skrifa söguna og það finnst okkur merkilegt og, umfram allt annað, frábært.

Öll greinin er í eigu Hrannars Márs og er þér ekki velkomið að skila henni inn sem ritgerð á þínu nafni.

Kveðja,
Hrannar Már.