Páll
Páll, sem er aðalpersóna sögunnar, var mjög eðlilegur sem barn. Hann lék sér við önnur börn og átti ekki í neinum erfiðleikum (fyrir utan þegar hann smíðaði pramma með félögum sínum og var hætt staddur útá sjó). En þegar hann var um 15 ára var hann sendur í sveit. Þar var hann hjá mjög undarlegum bónda sem hét Pétur. Þó að hann hafi verið að mestu saklaus var hann mjög sérvitur. T.d trúði hann á drauga og þegar hann sá skip landhelgisgæslunnar skaut hann á þá í þeirri trú að þar á ferð væru kommúnistar.
Eftir þessi ævintýri um sumarið kom hann heim og allt var breytt. Hann var búinn að eignast nýtt systkin og allir vinir hans voru breyttir, þeir voru farnir að ganga í leðurjökkum og farnir að reykja. Nú passaði Páll ekki inní félagahópinn. Hann var kallaður sveitalúði og varð útundan.
Þá byrjaði Páll að loka sig af. Hann varð brátt ofsóknaróður. T.d fannst honum foreldrar sínir vera með ljósmyndara í fullri vinnu við að elta hann, honum fannst nágrannakonan vilja hafa samfarir við hann og honum fannsteðlur og krókódílar elta sig. Kærastan hans sagði honum upp vegna þess að hann var mjög uppáþrengjandi en samt lét hann sér ekki segjast heldur kom heim til hennar þrátt fyrir að hún bæði hann að láta sig í friði. Þegar það virkaði ekki gabbaði hún hann til að fara í bíó á meðan hún fór á ball. Hann var lagður inná klepp um tvítugt. Þar er hann látinn taka lyfin sín og þar er hugsað um hann. Þó að Páli hafi ekki alltaf liðið vel á kleppi og sumir gæslumennirnir þar mjög grimmir og tillitslausir var það líklega besti staðurinn fyrir hann. Þar fór hann sér ekki að voða og gerið enga heimskulega hluti.
Vegna ömurlegra aukaverkana sem lyfin höfðu á Pál hætti hann alltaf að taka þau stuttu eftir að hann útskrifaðist. Honum leið mjög vel eftir það. Þá fannst honum hann vera heilbrygður og hann var í góðu skapi. En nokkrum dögum seinna byrjuðu veikindin að gera vart við sig. Hann sá ofsjónir og heyrði ofheyrnir og varð ofsóknaróður. Þá varð hann aftur lagður inná klepp og sagan endurtók sig.
Mér fynnst Páll vera mjög góðhjartaður. Sína stuttu ævi sem heilbrigður maður var hann góður vinur og gott barnabarn. Ef hann hefði ekki veikst þá er ég viss um að hann hefði náð langt í lífinu. T.d þegar hann hjálpar Ómari seinna þegar hann hafði verið barinn.

Pétur
Pétur, herbergisfélagi Páls á Kleppi, var ótrúlega grannur og kinnfiskasoginn. Hann var með stór blá augu og undir þeim voru dökkir baugar á eirðarlausu andlitinu. Hann hafði þykkt, skolleit hár og hátt enni.
Á sínum yngri árum var Pétur mjög efnilegur námsmaður þangað til tveimur árum eftir að hann var stúdent. Þá tók hann sýru og hoppaði niður af þriðju hæð. Hann slasaðist ekkert líkamlega en andlega varð hann aldrei heill aftur. Eftir það hélt hann að hann kynni kínversku reiprennandi og að hann hafi dvalist í Kína og skrifað ritgerð við Pekingháskóla um Schiller. Hann hafið Kína á heilanum og kynnti sér allt sem tengdist því allt frá taósima til fjórmenningarklíkunnar. Hann hélt að þeir í Kína hefðu lofað honum að senda honum ritgerðina ásamt doktorsnafnbótinni og hefðu átt að vera löngu búnir að því. Einn daginn vaknar Páll við það að glugginn í herbergi hans og Péturs er brotinn og Pétur er horfinn. Þá hafði Pétur brotist út og drekkir sér.
Mér fannst Pétur alltaf virka mjög taugaóstyrkur. Hann

Óli bítill
Óli bítill er kallaður Óli bítill vegna þess að hann er haldinn þeim ranghugmyndum að hann hafi samið öll bítlalögin. Hann heldur að hann hafi sent þeim þau í hugskeytum. Verst fynnst honum að hafa ekki fengið neinn pening fyrir það. Hann lifir og hrærist í Bítlunum. T.d hefur hann margoft sent Ringo Starr bréf og beðið hann um að senda sér gamalt Ludwigsett eins og hann spilaði á með Bítlunum.
Hann er nær skollóttur nema fyrir utan sítt hár meðfram hliðunum.Óli er mjög þögul týpa og leggur ekki oft eitthvað til málanna. Samt er oft meira tekið mark á því hvernig hann þegir heldur en hvað hann segir. Óli er mjög friðsæll. Það kemur best í ljós þegar systir hans hringir í hann. Fyrst tala þau stutt saman en síðan segir systir hans honum frá því þegar þau voru lítil. Þá hlustar Óli og yfir honum hvílir óendanleg friðsæld. Hann hefur verið lengst af þeim félögunum inna kleppi. Þegar hann fékk bæjarleifi sást hann oft í hrókasamræðum við þekkta listamenn eða ráðherra inná kaffihúsum.
Mér fannst Óli alltaf þægileg persóna. Ég er viss um að það væri hægt að eiga mjög áhugaverðar samræður við hann. Hann virkar mjög gáfaður og eins og hann geti alltaf tekist á við aðstæðurnar. Það er líklega vegna þess að hann er alltaf rólegur og yfirvegaður. Óli er pottþétt mín uppáhaldspersóna í þessari bók. Kannski er það bara vegna þess að ég hef sjálfum mjög gaman að Bítlunum

Viktor
Elstur af þeim er samt Viktor. Hann er að mörgu leiti andstæðan við Óla. Viktor hefur tamið sér manansiði sem hæfa sér vel meðal snobbaðra Englendinga. Hann er mjög kurteis, vel máli farinn og gáfaður. Hann hefur líka mjög mikinn áhuga á Hitler og öllu sem tengist honum. En hann segir aldrei Hitler, hann kallar hann alltaf Adolf eða Dolli.
Pabbi hans hafði farist á sjó en Viktor hélt að hann hefði lifað það af og biði hans á eyðieyju. Annað áfallið var þegar mamma hans kynntist öðrum manni en það var viðurkenninga á því að pabbi hans var dáinn en biði hans ekki á eyðieyju. Hann fór til Englands til að læra tæknifræði en þaðan fór hann í lyfjafræði. Þar rakst hann á gamlar hljómplötur með ræðum Adolfs Hitlers og þá var ekki aftur snúi. Þegar hann neitaði að tjá sig öðruvísi en á þýsku var hann lokaður inni og síðan sendur til Íslands. Hann tekur bankalán í nafni Hitlers og er eftir það sendur inná Klepp.
Viktor var alltaf eins og hann væri mjög slæm persóna. Hann talaði t.d mjög illa um geðsjúka og þegar Pétur var dáinn og Páll vildi fara á jarðarförina sagði hann bara: „Þá er bara einum geðsjúklingnum færra”. Samt kom það í ljós þegar þeir borðuðu á Grillinu að það var eitthvað gott eftir í honum.

Annað
Þó að þessir fjórir menn hafi allir verið mjög ólíkir náðu þeir mjög vel saman. Nema kannski Viktor en hann var alltaf ósammála hinum um flest. Honum fannst t.d Bítlarnir ómerkilegir enda voru þeir ómenntaðir. Hann reyndi oft að fá Óla til að rífast við sig um þá.
Bókin er líka mikil ádeila á Klepp eins og hann var í gamla daga og meðferðina á þeim sem voru andlega veikir. Lyfin sem voru notuð þá voru mjög ófullkomin og sjúklingarnir hættu oftast að taka þau vegna aukaverkana. Starfsmenn spítalans voru oft grimmir við sjúklingana og komu fram við þá eins og þeir væru ekki fólk. Mér fynnst t.d Vilhjálmur gæslumaður virkilega grimmur. Það var eins og hann teldi sjúklingana óæðri kynþátt. Það kom greinilega í ljós þegar hann kom að Páli nóttina sem Pétur fyrirfór sér. Þá hreytti hann út úr sér við Pál: „hvar er hinn vitleysingurinn?” Þessi setning fól í sér mikla fyrirlitningu og niðurlægjingu.