Ég ætla að fjalla um bókina Flissarana eftir Roddy Doyle.
Þessi bók er barnabók en er alveg svakalega fyndin og satt að segja finnst mér að allir ættu að geta haft gaman af henni. Hún fjallar um flissarana sem eru verur sem gæta barna og passa að foreldrar þeirra séu ekki vondir við þau. Ef þau eru vond fá þau svokallaða bjakk meðferð…HUNDASKÍT Á SKÓINN!!!
Dag einn er herra Mack á leiðina í vinnuna og tekur eftir að mávur byrjar að tala við hann um fisk. Á meðan tekur hann ekki eftir því að hann er beint fyrir ofan hrúgu af hundaskít, svokölluðum ofurhundaskít úr besta hundinum í bransanum sem er milljónamæringur.
Hann hefur náð að þróa aðferð sem gerir hundaskítinn nákvæmlega eins í laginu og skugginn af fótnum á viðkomandi foreldri sem er á leiðinni að fá bjakkmeðferð. Flissararnir borga hundum tíkall fyrir Hvert stykki og þessi ákveðni hundur, Hrói, er búinn að græða yfir milljón krónur á þessu, allt í tíköllum. En það sem flissararnir vita ekki að hr. Mack átti eiginlega ekki skilið að fá ofurhundaskít á skóinn sinn þannig að öll fjölskylda hans fer að bjarga honum.
Skemmtileg kaflaheiti eru eins og: “Þessi kafli heitir í höfuðið á Elvis Presley því hann býr undir garðskúrnum okkar, kaflinn á undan næsta kafla, kafli eitthvað, kafli 1 snýr aftur o.s.frv.”
Það eru allskonar skemmtileg innskot í allri bókinni og þó hún sé vægast sagt rugl þá er hún samt afar skemmtileg.
Roddy Doyle hefur m.a. skrifað “fullorðinsbækurnar”: Ég heiti HEnry Smart, Paddy Clark ha,ha,ha og Konan sem gekk á hurðir og fengið viðurkenningu fyrir þær. J.K. Rowling, höfundur Harry Potter segir m.a. um bókina: Roddy Doyle er algjör snillingur. Bókin flissararnir er barnabók fyrir alla!!!