jæja, var að skrifa ritgerð um Hersveit hinna fordæmdu. Vill endilega heyra ykkar álit en helst ekkert skítkast. Er í 9. bekk svona svo að þið getið miðað við þroska.


Hersveit hinna fordæmdu
Höfundur - Sven Hassel

Persónur:
Sven Hassel Danskur sjálfboðaliði í þýska hernum, var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir liðhlaup. Losnaði úr fangelsi og var sendur í hegningarfylki, 27 skriðdrekafylki. Sérfræðingur í að kasta handsprengjum og skjóta af mg42 vélbyssu.

Jósef Porta - Rauðhærður riðilforingi frá austurhluta Wedding. Fékk 12 ára þrælkunarvinnu fyrir kommúníska starfsemi og vanhelgun á húsi guðs. Tónelskur og kann á nokkur hljóðfæri, snillingur í að svindla í spilum. Getur spunnið upp margra daga lygasögu á staðnum. Gefur skít í stríðið. Sérfræðingur í sjónaukarifflum

Willie Beier Yfirflokksforingi (Gamlingi) - Alltaf rólegur og hæglátur. Kvæntur og átti 2 börn. Var trésmiður í Berlín. Hafði fengið hálfs árs fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Var síðan “náðaður” og settur í hegningarfylki. Hann var aðeins 10 árum eldri en allir hinir en samt kallaður gamlingi. Var þeim eins og pabbi, bar mestu ábyrðina en var aldrei hræddur eða óstyrkur.

Gustav Eicken (Plútó) - Riðilforingi í 27 skryðdrekaherfylki. Var stórt vöfðafjall. Hafði þrisvar setið í fangabúðum en ekki fyrir stjórnmálaskoðanir. Hann var hafnaverkamaður frá Hamborg og hafði ásamt starfsfélugunum rænt úr skipum og verslunum fyrir aukapening. Fékk hálft ár fyrir það. Tveimur dögum eftir að hann komst út tóku þeir hann aftur. Bróðir hans var tekinn af lífi fyrir að falsa vegabréf. Plútó sat inni í 9 mánuði án þess að kloma fyrir rétt. Svo var honum kastað út án nokkurra útskýringa eftir að hafa verið gefið duglega á kjaftinn. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn fyrir að stela vörulbíl með hveitisekkjum. Hann fékk 6. ár. Tvö ár sat hann inni í Fuhlsbuttel, svo var hann settur í hegningarfylki árið 1939. Það þurfti ekki annað en setningu sem innihélt vörubíll og hveiti til þess að hann gengi berserksgang.

Anton Steyer Riðilforingi (Andrés önd) - Hann var lítill, aðeins 152 cm. Kallaður Andrés önd vegna stærðar sinnar. Hann var frá Köln. Þar hafði hann unnið í ilmvatnsverksmiðju. Nokkuð hárödduð skoðanayfirlýsing inni á bar aflaði honum og tveimur félögum hans þriggja ára fangelsisvistar. Einn félaga hans féll í Pólandi, hinn strauk og var tekinn og drepinn.Þessi ritgerð er um hersveit hinna fordæmdu. Hún er eftir rithöfundinn danska Sven Hassel. Hún er gefin út árið 1959 af útgáfufyrirtækinu Ægisútgáfan. Hún er um danskan mann að nafni Sven Hassel, hann gerist sjálfboðaliði í hernum á stríðsárunum. Sven kemst að því að stríðið er tóm vitleysa og ákveður að strjúka. Honum er náð og hann er dæmdur í 15 ára dvöl í Fanga- og refsingabúða SS og herstjórnarinnar. Þar er lífið hreinasta kvöl en loks er hann sendur í fangabúðirnar Fagen. Þar var Sven settur í sprengjuleitarsveit. Eftir nokkra mánuði í sprengjuleit og námugreftri til skiptis var hann sendur í æfingarbúðir. Það var hreinasta helvíti en eftir talsverðan tíma var hann sendur í refsiherisveit. Þar hitti Sven Beier (Gamlingi), yfirriðilstjóra Jósef Porta riðilstjóra, Gustav Eichen (Plútó) riðilstjóra og Anton Steyer (Andrés Önd) riðilstjóra. Þeir verða mestu mátar og treysta hvort öðrum fyrir lífinu. Þeir verða að gera það. Hersveitin þeirra er bara með óheiðarlegum mönnum. Þeir voru sendir fyrstir í árás og síðastir í undanhaldi. Hersveitin er send með flutningaskipi til að gera árásir frá ýmsum stöðum. En allt í einu koma rússneskar flugvélar og sprengja skipið. Sven lendir í sjónum og er þar einn í björgunarhring. En þá hittir hann Porta og flugmaður kemur og sendir þeim vistir og björgunarbát. Eftir nokkra daga þá komast þeir um borð í annað skip sem kemur þeim í land. Þar fara þeir til fyrsta foringjans sem þeir hitta og spyrja um Gamlingja og hina úr sveitinni. Þeir komast að því að þeir eru á lífi. Þeir voru líka oft sendir í sérstakar ferðir fyrir aftan víglínu óvinanna. Hersveitin er send á skriðdrekum í árás inn í Rússland. Fyrir árásina fer Hans Breuer og kremur á sér fæturna á milli beltana og hjólana á skriðdrekanum, í von um að sleppa. Hans var seinna tekinn af lífi fyrir það. Hersveitin ræðst alltaf lengra og lengra inn í Rússland en þegar veturinn kemur þá verða þeir að hörfa. Hersveitin hafði engann almennilegann vetrarfatnað. Í -50°C, með Rússana á hælunum hörfa þeir frá Rússlandi. Oft eyðileggjast skriðdrekarnir þeirra og meira en helmingurinn af sveitinni deyr. En hersveitin fær alltaf nýja skriðdreka og 17 til 18 ára unglinga sem aðeins hafa fengið 6 vikna nýliðaþjálfun. Þeir hrynja eins og flugur. Loks ná Rússarnir þeim lifandi. Sven Hassel og Bernard Fleischmann eru teknir til fanga og settir í yfirheyrslur. Þeim tekst að flýja og komast í rússneska einkennisbúninga. Sven og Bernard skrifa undir einhver plögg, eru barðir sundur og saman og eru látnir svara spurningum. Eftir það eru þeir settir í erfiðisvinnu í Rússlandi. En þar kynnast þeir góðu fólki. Ásamt Bernard Fleischmann lærir Sven að ef hann segist bara vera “sérfræðingur” þá þurfi hann ekki að gera neitt. En þegar rússneska herlögreglan (GPU) ætlar að flytja þá til Tóbolks, ákveða þeir að flýja. En Bernard Fleischmann hvarf í Moskvu. Seinna hittir Sven rússneska óperusöngkonu sem hét Vera. Hún hjálpar honum að flýja með því að breyta honum í kvenmann. Hann kemst upp í lest og hittir þar tvo nasista sem hann fer með til Þýskalands. Hann kemst aftur í gömlu hersveitina sína. Hersveitin fær nýjan höfuðsmann sem hét Meier. Hann fór mjög illa með þá og þeir hötuðu hann fyrir það. Meier sendi þá til að grafa upp jarðsprengjur og merkja þær inn á kortið. Eitt sinn fór Meier með þeim að skoða kortið. Hann labbaði inn á milli sprengjana. Þeir biðu fyrir utan. Þá sagði Porta honum að þeir hefðu ekki merkt allar sprengjurnar inn á kortið. Porta skaut Meier í öxlina með dum-dum kúlu (kúla sem er hol að innan, fer inn og springur þegar hún fer út aftur) svo að hann féll niður og lenti á fjórum jarðsprengjum.
Eftirt þetta fær Sven bréf um að Úrsúla konan hans sé dáin. Nasistarnir hálshjuggu hana og fleiri nemendur sem voru með uppþot. Sven verður sorgmæddur og drekkur eins og hann ætti lífið að leysa. Í sorg sinni drap hann tíu Rússa á hálftíma með sjónaukariffli Hann fer hann aftur til hersveitarinnar og er sendur í enn eina árásina. Þeir voru sendir með lest til að eyðileggja rúsnessku srkiðdrekana. Eftir langan bardaga voru aðeins tveir vagnar eftir. þá fær vagn Svens sprengikúlu í sig og fallbyssan hrekkur aftur á bak og kremur hann. Hann er mjög illa særður, með mikið af sprengjubrotum í fótum og í maga. Hann er sendur með sjúkralest ásamt Hugo Stege. Sven var settur á skurðarborðið og skorinn upp með aðeins staðdeyfingu. Sven Hassel sagði meiri sársauka ekki vera til. Í sjúkraskýlinu hitti hann Barböru, hún hafði gerst hjúkka sem sjálfboðaliði með vinkonu sinni Margaret. Þá fékk Sven bréf um að Hugo Stege hefði fallið og Andrés Önd hafði blátt áfram horfið. Læknirinn plokkaði nokkur sprengjubrot úr fótunum á Sven og þá var hann orðin frískur og fór aftur til hersveitar sinnar.
Þegar hann var kominn til baka til hersveitarinnar og sagði þeim frá því hversu yndislegt það hafði verið að vera særður þá komst hann að því að þeir væru búnir að missa vonina um það að lifa þetta af. Það voru 6000 manns í hersveitinni þegar þeir komu og nú voru þeir aðeins sjö. Næstu daga börðust þeir eins og óðir menn í návígi við Rússana. Þá var Plútó hálshöggvinn af sprengikúlu í skóginum við Rogilev. Þegar þeir grófu hann fundu þeir ekki höfuðið. Eftir nokkurra daga bardaga á austurvíglínunni dó Porta. Hann dó með hnífristu á kviðnum. Sven Hassel særðist aftur og var sendur til Berlínar. Þar var hann í eiífum svallveislum og drykkjuskap. þá hitti hann Barböru aftur. Hún dó í loftárás á Berlín. Sven var sendur aftur til fylkis síns. Þeir voru bara fjórir eftir, Sven Hassel, Gamlmingi, Von Barring undirofursti og Hinka ofursti. Gamlingi og Sven voru sendir til að ná í birgðir í birgðarstöðina. Þá var skotið á þá úr stórskotaliði. Sven Hassel fann Gamlingja liggjandi með báða fæturna marða eftir sprengju. Gamlingi dó í fanginu á honum. Eftir stanslausar árásir varð Von Barring höfuðsmaður brjálaður.
Á njósnaleiðangri við pólska bæinn Dróhóbítsj fer Sven inn í litla höll og hittir þar konu sem er að spila á píanó. Hún hét Mirza Testanowa-Golynsky greifafrú. Hann heimsótti hana oft og var með henni allar stundir. Eftir afmæli hennar bað hún hann að hitta sig. Hún sagði honum að hún væri pólsk-rússneskur njósnari og bað hann að hjálpa sér að komast til Rússana. Eftir að Sven hafði bjargað henni til Rússsana þá gerðist hann liðhlaupi. Hann flúði í gegn um skóg og komst til Danmerkur. En þar náði S.S(stormsveitir Hitlers) honum og þeir dæmdu hann til dauða. En í fangelsinu var gerð loftárás og veggurinn hrundi. Sven slapp. Hann komst til Berlínar og hitti þar leikkonu að nafni Erika Wolter. Seinni partinn þann 7. maí barst fregnin út um að Hitler væri dauður. Stríðinu var lokið. Sven Hassel varð fangi rússana en þeir slepptu honum eftir nokkra daga. Hann flutti í leikhúsið ásamt Eriku. Einn daginn þegar var orðið rólegt í borginni hvarf Erika. Hún fór út að kaupa sokka og kom aldrei aftur. Sven leitaði hennar í ár en gafst svo upp.

Lokaorð
Mér fannst þessi bók góð. Það var auðvelt að lesa hana, en samt erfiðara að lesa hana í seinna skiptið. Sennilega vegna þess að ég þurfti að lesa hana. Þá var hún ekki eins spennandi og ég mundi ekki eins mikið. Þetta er samt besta bók sem ég hef lesið. Persónulega finnst mér Sven Hassel besti rithöfundurinn. Þessi bók heillar mig mikið vegna þess að hún er bæði fyndin og sorgleg. Hún er líka um áhrifamikil og spennandi viðfangsefni og Sven kafar mikið í það hvað stríðið var skelfilegt. Allir hans félagar deyja en hann heldur samt í þessa litlu von sem var eftir. Hann lýsir umhverfinu ekkert sérstaklega vel en öllu öðru er vel lýst og skemmtileg orð notuð. Boðskapurinn er að stríð eru viðbjóðslegur óþarfi. Á þessari bók lærði ég að heimurinn er hræðilegur og maður má ekki bara hugsa um sjálfan sig. Ef þú gerir það áttu ekki möguleika á að lifa af.