Hæ allir!

Ég ákvað að senda inn hérna þær bækur sem ég mæli með að ALLIR lesi. Þar sem ég les mest á ensku þá mun ég skrifa nöfn bókanna á ensku en læt fylgja með íslenska heitið ef ég veit það. Þá hafst talningin!

1. Harry Potter 1-5
Ég vænti þess að allir viti hvaða bækur þetta eru og ætla því ekki að ílengja þetta. Þetta eru frábærar sögur og má nefna að ég las nr. 5 (870 bls í amerísku útgáfunni) á einum degi.

2. The Earth's Children
Bækurnar heita The Clan of the Cave Bear ( Þjóð Bjarnarins mikla), The Valley of the Horses (Dalur Hestanna), The Mammoth hunter's (Mammúta Þjóðin), The Plains of Passage og The Shelters of Stone.
Þetta eru geðveikar bækur um Aylu sem lifir í steinöldinni. Hún er Cromagnon (sem við erum sennilegast komin af) en fjölskylda hennar deyr þegar hún er fimm ára og hún er næstum dáin sjálf þegar hópur af Neanderdalsmönnum. Þeir taka hana að sér og hún lifir hjá þeim í mörg ár en henni tekst samt aldrei alveg að aðlagast að þeirra þjóðfélagi. Bækurnar fjallar um margahluti t.d. kvenréttindi, kynjafordóma og margt fleira.

3. The Obernewtyn Chronicles
Sagan gerist mörg hundruðum árum í framtíðinni. Á okkar tímum hefur orðið kjarnorkustríð og mikið af lífi jarðar eyðst. Samt kemst eitthvað líf af og mennirnir reyna að koma skipulagi á líf sitt á ný. Mikið er um illa stökkbreytt fólk og er það drepið um leið. Sumar stökkbreytingar sjást ekki utan frá heldur eru einungis í huga fólksins. Sumt þessara stökkbreyta fólks, kallað Misfits, er bara einfaldlega bilað en aðrir hafa fengið yfirnáttúrulegar gáfur, þ.e.a.s að geta lesið hugsanir hjá öðrum og talað við þá(farseeking), að geta neytt aðra til þess að gera e-a (coercing), að geta spáð um framtíðina (futuretelling), að geta talað við dýr (virkar eins og farseeking nema bara við dýr)(beastspeaking) og að geta skynjað tilfinningar annara(empathy). Aðlasöguhetjan, Elspeth, er einmitt þannig þó hún geti ekki allt, flestir geta bara gert einn eða tvö hluti. Sögurnar fjalla um báráttu þeirra til þess að komast undan hinu illa ráði (The Council) og hóp einskonar munka (The Herders) sem láta brenna alla sem trúa ekki því sem þeir segja, og bara að komast af.
Fjórar bækur eru komnar út og heita Obernewtyn, The Farseekers, Ashling og The Keeping Place. Fyrstu þrjár er hægt að fá á Amazon.com en þá fjórðu varð ég að panta sérstaklega frá ástralíu (ef einhver vill er ég með slóðina til þess að panta hana). Alveg frábærar bækur.

4.The Hobbit og The Lord of The Rings
Býst við að allir þekki þessar. Ætla ekkert að fara út í þær.

5. Artemis Fowl
Snilldar bækur um unga snillingin Artemis Fowl, meðlimur í hinni frægu Fowl glæpafjölskydu, sem ákveður að fjárkúga álfa. Hann reiknar hinsvegar ekki með að þeir séu alveg svona klókir.

Takk fyrir mig, vona að ykkur líki.

P.s. Engin skítköst takk.
If you can't say something nice, don't say anything at all.
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson