Í bókum Philips Pullman kemur orðið “fylgja” oft upp. Í fyrstu gerði ég mér ekki almennilega grein fyrir því hvað það var, það var ekki fyrr en ég var búinn að lesa aðra bókina (Lúmska hnífinn) að ég var byrjaður að skilja af einhverju leyti hvað fylgja er.

Ég mundi skilgreina fylgju sem hluta af fólkinu í heimi Lýru. Þær taka á sig endanlega mynd um leið og eigandinn verður kynþroska. Þangað til geta þær breytt sér í nær hvað sem er, þær taka á sig mynd sem á við eigandan, eins og ef þú ert lúmskur og snjall er líklegt að hún yrði snákur eða ef þú ert lítill í þér og feiminn er líklegt að hún verði að flugu. Í bókunum er tekið fram til dæmis að allt þjónustufólk er með hunda sem fylgjur, sem á að þýða að það er hlýðið og undirgefið. Hins vegar er skólameistarinn með hrafn sem gefur í skyn að hann sé vitur og snjall.

Will hefur enga fylgju og er reyndar úr öðrum heimi. Þetta hræðir Lýru fyrst en seinna kemst hún að því að fylgjan er einhvers staðar innra með honum. Þótt heimarnir þeirra séu líkir að mörgu leyti er þetta kannski það sem skilur helst á mill þeirra.

Fylgjur geta ekki yfirgefið eigendur sína af því að þau eru hluti af hvert öðru og það eru ósýnileg bönd sem halda þeim saman. Einu undantekninguna frá þessu í bókinni er hægt að finna hjá nornunum.